Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júní 2021 13:33 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. Ákvörðun Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að semja við erlenda rannsóknarstofu um rannsóknir á sýnunum hefur vakið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni, bæði meðal kvenna og heilbrigðisstétta. Heilsugæslan tók við skimununum um áramótin en biðtími eftir niðurstöðum er enn tveir til þrír mánuðir. Landspítalinn hefur sagst geta sinnt rannsóknunum og segist geta gefið niðurstöður við HPV-greiningum, sem eru nú fyrsta rannsókn, á tveimur til þremur dögum. Landlæknir hefur lagt blessun sína yfir gæðaáætlun Landspítala, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar hefur komið fram að samkvæmt áætlunum muni rannsóknirnar kosta meira á spítalanum en í Danmörku. Vísir sendi aðstoðarmanni ráðherra og upplýsingafulltrúa sjö spurningar á mánudag, í kjölfar þess að Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir og ritari skimunarráðs, skilaði ráðherra og þinginu skýrslu um flutning verkefnisins og framkvæmdina hingað til. Þær voru eftirfarandi: Er ráðherra/ráðuneytið að skoða það að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim, það er að segja á Landspítala? Er í skoðun að flytja HPV rannsóknirnar á Landspítala? Á eitthvað samstal sér stað við Landspítala vegna þessa? Hefur eitthvað samtal átt sér stað við þá læknahópa sem hafa gagnrýnt flutning rannsóknanna úr landi? Hver eru næstu skref í málinu? Er ákvörðunar að vænta um framtíðarstaðsetningu rannsóknanna? Hvernig hyggst ráðherra stuðla að trausti meðal kvenna þegar kemur að skimuninni? Kemur til greina að hafa fyrirkomulagið óbreytt, það er að segja að hafa rannsóknirnar áfram erlendis? Í dag barst svar: „Að svo stöddu er ekki hægt að greina frá því hvort breytinga er að vænta varðandi greiningar leghálssýna. Málið er í vinnslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisráðuneytinu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08 „Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3. júní 2021 08:54 Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Ákvörðun Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að semja við erlenda rannsóknarstofu um rannsóknir á sýnunum hefur vakið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni, bæði meðal kvenna og heilbrigðisstétta. Heilsugæslan tók við skimununum um áramótin en biðtími eftir niðurstöðum er enn tveir til þrír mánuðir. Landspítalinn hefur sagst geta sinnt rannsóknunum og segist geta gefið niðurstöður við HPV-greiningum, sem eru nú fyrsta rannsókn, á tveimur til þremur dögum. Landlæknir hefur lagt blessun sína yfir gæðaáætlun Landspítala, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar hefur komið fram að samkvæmt áætlunum muni rannsóknirnar kosta meira á spítalanum en í Danmörku. Vísir sendi aðstoðarmanni ráðherra og upplýsingafulltrúa sjö spurningar á mánudag, í kjölfar þess að Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir og ritari skimunarráðs, skilaði ráðherra og þinginu skýrslu um flutning verkefnisins og framkvæmdina hingað til. Þær voru eftirfarandi: Er ráðherra/ráðuneytið að skoða það að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim, það er að segja á Landspítala? Er í skoðun að flytja HPV rannsóknirnar á Landspítala? Á eitthvað samstal sér stað við Landspítala vegna þessa? Hefur eitthvað samtal átt sér stað við þá læknahópa sem hafa gagnrýnt flutning rannsóknanna úr landi? Hver eru næstu skref í málinu? Er ákvörðunar að vænta um framtíðarstaðsetningu rannsóknanna? Hvernig hyggst ráðherra stuðla að trausti meðal kvenna þegar kemur að skimuninni? Kemur til greina að hafa fyrirkomulagið óbreytt, það er að segja að hafa rannsóknirnar áfram erlendis? Í dag barst svar: „Að svo stöddu er ekki hægt að greina frá því hvort breytinga er að vænta varðandi greiningar leghálssýna. Málið er í vinnslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisráðuneytinu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08 „Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3. júní 2021 08:54 Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28
Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08
„Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3. júní 2021 08:54
Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34
Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10