Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 16:56 Biden og Pútín sitja fyrir myndum í sveitasetri nærri Genf þar sem þeir funduðu í dag. AP/Denis Balibouse Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust. Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust.
Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira