Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 13:27 Mistökin eru skiljanleg en einstaklega óheppileg. youtube/morfís Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira