Ragnar Bragason: „Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 17:31 Ragnar Örn Bragason var valinn maður leiksins í fyrstu viðureign Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var valinn meður leiksins þegar liðið mætti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. Þórsarar unnu stórsigur, 91-73 og Ragnar Örn mætti í settið eftir leik. „Mér líður bara nokkuð vel. Það er sterkt að koma hingað til Keflavíkur og vinna fyrsta leik. Það höfðu fáir trú á því að við myndum gera það, þannig að við erum sáttir,“ sagði Ragnar þegar hann ræddi við sérfræðinga Körfuboltakvölds. Þórsurum var spáð níunda sæti Domino's deildarinnar og komu öllum á óvart þegar þeir lönduðu öðru sætinu. Margir óttuðust það að þeir væru orðnir saddir eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu, en svo virðist alls ekki vera. „Við erum ekkert saddir. Flestir eru auðvitað voðalega ánægðir að vera komnir í úrslit, en okkur langar í meira. Við erum ekki komnir hingað til að gefa Keflavík bara eitthvað smá show.“ Einhverjir höfðu áhyggjur af því að það væri erfitt fyrir Þórsara að ná sér niður eftir einvígið gegn Stjörnunni, en þar þurfti oddaleik til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki farið fram úr sér. „Við svo sem gerðum ekki neitt nýtt. Við fórum bara aftur í grunninn og skoðuðum andstæðingana vel og hvað við ætluðum að gera á móti þeim.“ „Við fórum ekkert of hátt eftir Stjörnuseríuna og við erum komnir hingað til að reyna að vinna þann stóra.“ „Það er erfitt að fara ekki of hátt upp. Í svona litlu samfélagi og að komast í úrslit, þá eru allir mjög peppaðir. Hvort sem maður er bara að fara út í búð eða hvað sem það er þá verður maður bara að reyna að segja já og takk og ekki fara með fólkinu upp.“ Klippa: Raggi Braga í setti eftir leik Ragnar hrósaði svo þjálfara liðsins, Lárusi Jónssyni, en þetta er fyrsta tímabilið sem hann stýrir Þór frá Þorlákshöfn. „Hann kemur með mikla fagmennsku. Við erum mjög skipulagðir og spilum körfubolta sem hentar okkur nokkuð vel. Við erum vel undirbúnir og það smitast út bullandi sjálfstraust í liðið.“ „Við trúum að við getum unnið. Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið þegar það eru 363.000 manns á landinu sem trúa því ekki að við getum unnið.“ Ragnar talaði líka aðeins um leikinn sem spilaður var fyrr um kvöldið. Keflvíkingar skiptu í svæðisvörn um miðjan leik og Ragnar segir að leikmenn Þórs hafi verið undirbúnir undir það. „Við vorum ágætlega undirbúnir fyrir svæðisvörnina. Við vissum að þeir myndu fara í þessa svæðisvörn á einhverjum tímapunkti. Við vorum vel undibúnir fyrir það og náðum að hreyfa boltann vel og búa til opnanir.“ Ragnar var ekki sá eini sem var heitur í leiknum gegn Keflavík. Þórsarar hafa nokkrum sinnum í vetur hitt á svona leiki þar sem allt virðist ganga upp hjá þeim, og þetta var einn af þeim leikjum. „Þegar ég horfi á þetta núna sé ég að þetta er allt bara mjög góð boltahreyfing og hún snérist um að gefa einhverjum af okkur skot. Og þó að þeir bakki stundum frá Styrmi Snæ þá getur hann alveg sett hann og mér fannst við bara vera að finna opin skot í dag.“ „Styrmir er bara góður skotmaður ef þetta fer ekki inn í hausinn á honum eins og það gerði í fyrsta leik í deildinni. Það var kannski fínt að fá smá generalprufu á vörninni frá Milka þar. Hann var líka bara svolítið klókur í dag. Hann var að hreyfa sig vel án bolta þegar Milka datt af honum og þegar hann fær boltann á ferðinni þá er erfitt að stoppa hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Mér líður bara nokkuð vel. Það er sterkt að koma hingað til Keflavíkur og vinna fyrsta leik. Það höfðu fáir trú á því að við myndum gera það, þannig að við erum sáttir,“ sagði Ragnar þegar hann ræddi við sérfræðinga Körfuboltakvölds. Þórsurum var spáð níunda sæti Domino's deildarinnar og komu öllum á óvart þegar þeir lönduðu öðru sætinu. Margir óttuðust það að þeir væru orðnir saddir eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu, en svo virðist alls ekki vera. „Við erum ekkert saddir. Flestir eru auðvitað voðalega ánægðir að vera komnir í úrslit, en okkur langar í meira. Við erum ekki komnir hingað til að gefa Keflavík bara eitthvað smá show.“ Einhverjir höfðu áhyggjur af því að það væri erfitt fyrir Þórsara að ná sér niður eftir einvígið gegn Stjörnunni, en þar þurfti oddaleik til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki farið fram úr sér. „Við svo sem gerðum ekki neitt nýtt. Við fórum bara aftur í grunninn og skoðuðum andstæðingana vel og hvað við ætluðum að gera á móti þeim.“ „Við fórum ekkert of hátt eftir Stjörnuseríuna og við erum komnir hingað til að reyna að vinna þann stóra.“ „Það er erfitt að fara ekki of hátt upp. Í svona litlu samfélagi og að komast í úrslit, þá eru allir mjög peppaðir. Hvort sem maður er bara að fara út í búð eða hvað sem það er þá verður maður bara að reyna að segja já og takk og ekki fara með fólkinu upp.“ Klippa: Raggi Braga í setti eftir leik Ragnar hrósaði svo þjálfara liðsins, Lárusi Jónssyni, en þetta er fyrsta tímabilið sem hann stýrir Þór frá Þorlákshöfn. „Hann kemur með mikla fagmennsku. Við erum mjög skipulagðir og spilum körfubolta sem hentar okkur nokkuð vel. Við erum vel undirbúnir og það smitast út bullandi sjálfstraust í liðið.“ „Við trúum að við getum unnið. Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið þegar það eru 363.000 manns á landinu sem trúa því ekki að við getum unnið.“ Ragnar talaði líka aðeins um leikinn sem spilaður var fyrr um kvöldið. Keflvíkingar skiptu í svæðisvörn um miðjan leik og Ragnar segir að leikmenn Þórs hafi verið undirbúnir undir það. „Við vorum ágætlega undirbúnir fyrir svæðisvörnina. Við vissum að þeir myndu fara í þessa svæðisvörn á einhverjum tímapunkti. Við vorum vel undibúnir fyrir það og náðum að hreyfa boltann vel og búa til opnanir.“ Ragnar var ekki sá eini sem var heitur í leiknum gegn Keflavík. Þórsarar hafa nokkrum sinnum í vetur hitt á svona leiki þar sem allt virðist ganga upp hjá þeim, og þetta var einn af þeim leikjum. „Þegar ég horfi á þetta núna sé ég að þetta er allt bara mjög góð boltahreyfing og hún snérist um að gefa einhverjum af okkur skot. Og þó að þeir bakki stundum frá Styrmi Snæ þá getur hann alveg sett hann og mér fannst við bara vera að finna opin skot í dag.“ „Styrmir er bara góður skotmaður ef þetta fer ekki inn í hausinn á honum eins og það gerði í fyrsta leik í deildinni. Það var kannski fínt að fá smá generalprufu á vörninni frá Milka þar. Hann var líka bara svolítið klókur í dag. Hann var að hreyfa sig vel án bolta þegar Milka datt af honum og þegar hann fær boltann á ferðinni þá er erfitt að stoppa hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti