Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:31 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. Hafist var handa í vikunni við að reisa fjögurra metra háan leiðigarð syðst í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika. Almannavarnir funduðu um stöðu mála, þar sem til skoðunar var að setja upp frekari varnarvirki. Fallið var frá þeim fyrirætlunum, segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. „Eftir þá skoðun var ákveðið að aðhafast ekkert,” segir hann. Hraunið mun þar af leiðandi flæða yfir Suðurstrandarveg, sem talið er að muni gerast á næstu einni til þremur vikum. „Við vitum ekki 100 prósent hvaða áhrif þetta hefur á ljósleiðarann sem er þarna á svæðinu. Það er búið að færa hann aðeins til og setja hann dýpra, en hvort það dugi til á eftir að koma í ljós.” Fleiri innviðir eru undir, til dæmis Ísólfsskáli, en talið er nær fullvíst að hann fari einni gundir hraun. „Við erum að horfa fram á að þessi atburður geti staðið í einhver ár og jafnvel áratugi og þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna. Hingað til höfum við verið að draga línu í sandinn og svo er farið í þá línu og þá er dregin ný lína, en núna erum við bara að skoða þetta í stærra samhengi og hvaða mannvirki og innviðir á svæðinu skipta stærra máli og einbeita okkur að þeim í staðinn.” Rögnvaldur segir að horft verði á Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut og Svartsengi. „Þetta eru töluvert stórir hagsmunir sem við erum að horfa á.” Þá tekur hann fram að hraunið sé nú meira þunnfljótandi en í upphafi og ferðist þar af leiðandi hraðar. „Við erum að undirbúa okkur undir það versta í sjálfu sér. Það er ólíklegt að hraunið fari svona langt, en það er hægt og getur það fræðilega og vísindalega séð. Þannig að við verðum að undirbúa okkur undir þann möguleika.” Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hafist var handa í vikunni við að reisa fjögurra metra háan leiðigarð syðst í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika. Almannavarnir funduðu um stöðu mála, þar sem til skoðunar var að setja upp frekari varnarvirki. Fallið var frá þeim fyrirætlunum, segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. „Eftir þá skoðun var ákveðið að aðhafast ekkert,” segir hann. Hraunið mun þar af leiðandi flæða yfir Suðurstrandarveg, sem talið er að muni gerast á næstu einni til þremur vikum. „Við vitum ekki 100 prósent hvaða áhrif þetta hefur á ljósleiðarann sem er þarna á svæðinu. Það er búið að færa hann aðeins til og setja hann dýpra, en hvort það dugi til á eftir að koma í ljós.” Fleiri innviðir eru undir, til dæmis Ísólfsskáli, en talið er nær fullvíst að hann fari einni gundir hraun. „Við erum að horfa fram á að þessi atburður geti staðið í einhver ár og jafnvel áratugi og þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna. Hingað til höfum við verið að draga línu í sandinn og svo er farið í þá línu og þá er dregin ný lína, en núna erum við bara að skoða þetta í stærra samhengi og hvaða mannvirki og innviðir á svæðinu skipta stærra máli og einbeita okkur að þeim í staðinn.” Rögnvaldur segir að horft verði á Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut og Svartsengi. „Þetta eru töluvert stórir hagsmunir sem við erum að horfa á.” Þá tekur hann fram að hraunið sé nú meira þunnfljótandi en í upphafi og ferðist þar af leiðandi hraðar. „Við erum að undirbúa okkur undir það versta í sjálfu sér. Það er ólíklegt að hraunið fari svona langt, en það er hægt og getur það fræðilega og vísindalega séð. Þannig að við verðum að undirbúa okkur undir þann möguleika.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira