Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júní 2021 07:57 Nærri allir þeir sem leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 eru óbólusettir. AP/Jae C. Hong Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir. Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira