Skoðun

Enn um gölluð veiðigjöld

Daði Már Kristófersson skrifar

Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta.

Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð.

Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til.

Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér).

Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur.

Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×