Kasper Dolberg kom Dönum yfir á 27.mínútu og var svo búinn að tvöfalda forystuna þegar seinni hálfleikur var aðeins þriggja mínútna gamall.
Joakim Maehle gerði út um vonir Wales þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áður en Martin Braithwaite stráði salti í sárin á 94.mínútu þegar hann gulltryggði 4-0 sigur Danmerkur og miða í átta liða úrslit.
Það var heldur rólegra í seinni leik dagsins þegar Ítalir og Austurríkismenn mættust. Markalaust var þegar venjulegum leiktíma var lokið og því þurfti að grípa til framlengingar.
Federico Chiesa braut ísinn fyrir Ítalíu á fimmtu mínút framlengingar áður en Matteo Pessina tvöfaldaði forystuna rétt áður en fyrri hálfleik hennar lauk.
Sasa Kalajdzic minnkaði muninn fyrir Austurríkismenn á 114.mínútu, en nær komust þeir ekki og það eru því Ítalir sem eru á leið í átta liða úrslit.
Öll mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.