Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 14:43 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla í Subway. Icelandair Hotels Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036. Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036.
Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira