Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 13:05 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Aðför að heilsu kvenna. „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara. Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara.
Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40