Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 14:06 Hjólahvíslarinn. Hiti virðist vera að færast í leikinn hjá honum og hjólaþjófum borgarinnar. vísir Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan: Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan:
Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira