„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 21:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöll í dag til að fá síðari bóluefnaskammtinn. Vísir Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist. „Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira