Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2021 12:01 Tsíkanúskaja sagði þvingunaraðgerðir gegn stjórn Lúkasjenka nauðsynlegar en þær leysi vandann ekki einar og sér. Vísir/Arnar Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12