Svar við svari Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 3. júlí 2021 14:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun