Lionel Messi er samningslaus eftir að samningur hans við Barcelona rann út á dögunum en reiknað er með að hann skrifi þó undir nýjan samning á næstu dögum.
Hann lét það ekki á sig fá í leiknum í nótt en hann lagði upp fyrsta markið fyrir Rodrigo De Paul á 40. mínútu og 1-0 stóðu leikar í hálfleik.
Messi lagði einnig upp annað mark leiksins en það var fyrir framherja Ítalíumeistarana, Inter Milan, er Lautaro Martinez skoraði.
Lionel Messi is currently the top GOALSCORER and top ASSISTER in Copa America
— VBET News (@VBETnews) July 4, 2021
⚽️ 4 goals
🅰️ 4 assists #CopaAmerica pic.twitter.com/uZGmjB3AG6
Messi skoraði svo sjálfur á þriðju mínútu uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu en mínútu áður höfðu Ekvador misst Piero Hincapie af velli með rautt spjald.
Lokatölur 3-0 en Argentína mætir Kólumbíu í undanúrslitunum á miðvikudag. Í hinum undanúrslitunum mætast Brasilía og Perú.