Fram vann 10 Kórdrengi í markaleik - Tap í fyrsta leik Guðjóns Þórðar Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 21:10 Framarar eru óstöðvandi í Lengjudeildinni. Vísir/Haraldur Guðjónsson 10. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Fram styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 sigri á Kórdrengjum en mikið var skorað í leikjum kvöldsins. Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar. Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar.
Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira