Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:52 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist engin teikn sjá um að gosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. Þorvaldur Þórðarson ræddi eldgosið á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að gosið sé að klárast segir hann ekki neitt benda til þess enda sé enn stöðugt hraunflæði í gosinu sem heldur áfram jafnt og þétt. Stundum er flæðið undir skorpunni sem þá lyftist upp og stundum er yfirborðsflæði í til dæmis Nátthaga og Geldingadölum. Engu breytir um virkni eldgossins að gígurinn sé í öðrum fasa. „Gígurinn hefur breytt um fasa einu sinni enn, núna eru að koma lengri pásur í þessari sjáanlegu virkni í gígnum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir upplýsingar um hraunflæði fást úr hitanæmum myndavélum gervitungla. Þær sýna farvegi hraunsins hvort sem þeir eru sjáanlegir á yfirborðinu eða ekki. Hins vegar er ómögulegt að greina neðanjarðarfarvegi þegar mikið yfirborðsflæði hrauns er enda mettast hitanemar gervitunglanna, hverjum er ekki ætlað að nema svo mikinn hita. Enn langt í að hraunið flæði yfir Suðurstrandarveg Þorvaldur segir hraunflæðið enn þá vera bak við stífluna í Nátthaga svo ekki sé hætta á að hraunið flæði yfir Suðurstrandaveg í bráð. „Það þarf allavega einhverja fjóra metra í viðbót áður en það fer yfir stífluna svo það er talsvert í það,“ segir hann. Hann segir þó það eina sem geti komið í veg fyrir að hraunið fari yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála vera að gosið hætti. Einungis séu vikur eða mánuðir í að hraunið nái þangað. Aðspurður um hugmyndir um að reisa einhverskonar mannvirki til að verja Suðurstrandarveg gegn hraunflæði segir Þorvaldur: „Mér finnst alveg þess virði að skoða allt svona. Í raun og veru er þetta tiltölulega einföld jafna, ef það er ávinningur af því, ef við höldum Suðurstrandarvegi opnum sem skiptir máli ekki bara fyrir einstök byggðarlög heldur flutninga og annað í landinu og það kostar pening að byggja vegi. Ef svona aðgerð sparar okkur pening þá eigum við að fara í hana.“ Gosmóðan ekki sambærileg móðuharðindum Spurður út í gosmóðuna sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hvort megi líkja henni saman við móðuharðindin segir Þorvaldur að kalla megi móðuna „minimóðuharðindi“ með mikilli áherslu á smækkunarforskeytið. „Í móðuharðindunum vorum við með á hverjum degi útstreymi brennisteinsdíoxíð á skalanum nokkur hundruð þúsund til milljón tonn. Núna erum við með svona fjögur þúsund tonn,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt sem áður að styrkur mengunarinnar aukist eftir því sem nær kemur gosstöðvunum og að Reykjavík sé nokkuð nálægt þeim. Því megi búast við því að fólk finni fyrir menguninni á stórreykjavíkursvæðinu. Því eigi fólk að hafa það í huga, ef það sér móðu, að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við að hafa glugga lokaða. Það sem kemur upp úr gígnum er brennisteinsdíoxíð sem síðan hvarfast við vatnsgufu í andrúmsloftinu og myndar brennisteinssýru. „Bara orðið sýra ætti að segja okkur nóg, þetta er ekkert sérstaklega hollt,“ segir Þorvaldur. Landslag verði tilkomumikið eftir eldgosið. Þorvaldur segir engan vafa á því að eldgosið sé að mynda hella sem munu minna á hella á borð við Raufarhólshelli og Surtshelli. „Ef það heldur áfram mjög lengi, ef við erum að tala um áratugi frekar en ár þá náttúrulega endar með því að það býr til fjall þarna. Hversu hátt það er fer eftir því hversu lengi gosið stendur yfir,“ segir Þorvaldur. Þá nefnir hann sem dæmi að með núverandi flæði hrauns í eldgosinu tæki það um fimmtíu ár að búa til fjall á stærð við Skjaldbreið. Hlýða má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan: Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson ræddi eldgosið á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að gosið sé að klárast segir hann ekki neitt benda til þess enda sé enn stöðugt hraunflæði í gosinu sem heldur áfram jafnt og þétt. Stundum er flæðið undir skorpunni sem þá lyftist upp og stundum er yfirborðsflæði í til dæmis Nátthaga og Geldingadölum. Engu breytir um virkni eldgossins að gígurinn sé í öðrum fasa. „Gígurinn hefur breytt um fasa einu sinni enn, núna eru að koma lengri pásur í þessari sjáanlegu virkni í gígnum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir upplýsingar um hraunflæði fást úr hitanæmum myndavélum gervitungla. Þær sýna farvegi hraunsins hvort sem þeir eru sjáanlegir á yfirborðinu eða ekki. Hins vegar er ómögulegt að greina neðanjarðarfarvegi þegar mikið yfirborðsflæði hrauns er enda mettast hitanemar gervitunglanna, hverjum er ekki ætlað að nema svo mikinn hita. Enn langt í að hraunið flæði yfir Suðurstrandarveg Þorvaldur segir hraunflæðið enn þá vera bak við stífluna í Nátthaga svo ekki sé hætta á að hraunið flæði yfir Suðurstrandaveg í bráð. „Það þarf allavega einhverja fjóra metra í viðbót áður en það fer yfir stífluna svo það er talsvert í það,“ segir hann. Hann segir þó það eina sem geti komið í veg fyrir að hraunið fari yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála vera að gosið hætti. Einungis séu vikur eða mánuðir í að hraunið nái þangað. Aðspurður um hugmyndir um að reisa einhverskonar mannvirki til að verja Suðurstrandarveg gegn hraunflæði segir Þorvaldur: „Mér finnst alveg þess virði að skoða allt svona. Í raun og veru er þetta tiltölulega einföld jafna, ef það er ávinningur af því, ef við höldum Suðurstrandarvegi opnum sem skiptir máli ekki bara fyrir einstök byggðarlög heldur flutninga og annað í landinu og það kostar pening að byggja vegi. Ef svona aðgerð sparar okkur pening þá eigum við að fara í hana.“ Gosmóðan ekki sambærileg móðuharðindum Spurður út í gosmóðuna sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hvort megi líkja henni saman við móðuharðindin segir Þorvaldur að kalla megi móðuna „minimóðuharðindi“ með mikilli áherslu á smækkunarforskeytið. „Í móðuharðindunum vorum við með á hverjum degi útstreymi brennisteinsdíoxíð á skalanum nokkur hundruð þúsund til milljón tonn. Núna erum við með svona fjögur þúsund tonn,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt sem áður að styrkur mengunarinnar aukist eftir því sem nær kemur gosstöðvunum og að Reykjavík sé nokkuð nálægt þeim. Því megi búast við því að fólk finni fyrir menguninni á stórreykjavíkursvæðinu. Því eigi fólk að hafa það í huga, ef það sér móðu, að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við að hafa glugga lokaða. Það sem kemur upp úr gígnum er brennisteinsdíoxíð sem síðan hvarfast við vatnsgufu í andrúmsloftinu og myndar brennisteinssýru. „Bara orðið sýra ætti að segja okkur nóg, þetta er ekkert sérstaklega hollt,“ segir Þorvaldur. Landslag verði tilkomumikið eftir eldgosið. Þorvaldur segir engan vafa á því að eldgosið sé að mynda hella sem munu minna á hella á borð við Raufarhólshelli og Surtshelli. „Ef það heldur áfram mjög lengi, ef við erum að tala um áratugi frekar en ár þá náttúrulega endar með því að það býr til fjall þarna. Hversu hátt það er fer eftir því hversu lengi gosið stendur yfir,“ segir Þorvaldur. Þá nefnir hann sem dæmi að með núverandi flæði hrauns í eldgosinu tæki það um fimmtíu ár að búa til fjall á stærð við Skjaldbreið. Hlýða má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira