Fjallað er um finnska fyrirtækið Iceye sem gerir út fjórtán gervihnetti sem eru að mestu notaðir til að vakta jökla. Gervihnettirnir eru allir á sambærilegum sporbrautum svo þeir taka myndir ítrekað frá sama sjónarhorni og úr sömu hæð, svo auðvelt er að bæra myndir saman yfir tíma.
Eldgosið í Fagradalsfjalli er í forgrunni í grein BBC og fylgir henni stutt myndband sem sýnir hvernig ratsjárgervihnettir hafa fangað þróun eldgossins og útbreiðslu hrauns þar.
Ratsjármyndirnar voru teknar frá 1. apríl til 6. maí og þar skiptir engu máli hvernig aðstæður voru. Hvort það hafi verið skýjað eða gasmengun mikil.
It gives a good overview of how the Icelandic eruption progressed. You can see multiple cones pop up along a distinct fissure line. And, remember, radar sees through cloud, ash and haze. @iceyefi #Fagradalsfjall #volcano #SAR pic.twitter.com/B2Qb4dh3Xm
— Jonathan Amos (@BBCAmos) July 7, 2021
Í greininni er einnig mynd sem sýnir hvernig gervihnattarmyndir eru notaðar til að sjá hvernig yfirborð jarðarinnar hefur hreyfst vegna jarðhræringa.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birti í síðustu viku þrjár gervihnattarmyndir af Fagradalsfjalli sem sýndi flæði hraunsins þar. Þær myndir voru teknar 29. mars, 9. maí og 26. júní.
Lava flows from the Icelandic volcano were estimated to cover a total area of 3 square kilometers, three months after the eruption began. https://t.co/I4PQgSg1rR pic.twitter.com/IcHQepisCG
— NASA Earth (@NASAEarth) July 1, 2021