Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 23:02 Parið sleit samvistum á síðasta ári. Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar. Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25