Skuldaskil Steingríms J. Sigfússonar við sósíalismann Guðmundur Auðunsson skrifar 9. júlí 2021 15:00 Nú hefur Alþingi verið slitið í aðdraganda kosninga sem fram fara 25. september í haust. Fráfarandi forseti Alþingis, Steingrímur Jóhann Sigfússon, lætur nú af störfum sem Alþingismaður eftir langan og viðburðaríkan stjórnmálaferil. Markmið þessa greinarstúfs er að fjalla um feril og áhrif þau sem Steingrímur skilur eftir sig í íslenskum stjórnmálum. Eru þau mjög víðtæk enda er Steingrímur J. Sigfússon einn áhrifamesti og vinsælasti stjórnmálaleiðtogi síns tíma. Steingrímur var kjörinn ungur á þing aðeins 28 ára gamall árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið og hefur verið Alþingismaður síðan. Hann var fæddur árið 1955 og ólst upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri með stúdentspróf árið 1976 og fór síðan í nám í Háskóla Íslands og lærði þar Jarðfræði og útskrifaðist með B.Sc. gráðu árið 1981. Fyrir þingsetu vann Steingrímur fyrir sér sem vörubílstjóri, við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá RÚV 1982–1983. Eftir að hann komst á þing settist hann í stól Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988-1991. Steingrímur var varaformaður Alþýðubandalagsins 1989-1995 en tapaði naumlega fyrir Margréti Frímannsdóttur í formannskjöri 1995. Þá hófst braut sameiningar á vinstri vængnum sem leiddi til stofnunar Samfylkingarinnar árið 1999. Margir óttuðust að sá flokkur stefndi hraðbyri inn í einhverskonar Blair-isma sem þá var að ryðja sér til rúms. Var Steingrímur þar á meðal og beitti hann sér fyrir stofnun Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (VG) og var fyrsti formaður hennar. VG byrjaði sem frekar veikur flokkur á vinstri vængnum en jókst að styrk þegar leið á nýju öldin og skapaði sér mikla velvild meðal almennings fyrir að vara við því að nýfrjálshyggjan og útrásin væri á sandi byggð og allt stefndi í hrun sem af varð 2008 eins og flestir muna eftir. Þá tók við tímabil í stjórnmálum þar sem má færa sterk rök fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið valdamesti maður Íslands. Þegar hrunstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði verið hrakin frá völum í Búsáhaldabyltingunni 2009 varð Steingrímur fyrst fjármálaráðherra og síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra auk efnahags- og viðskiptaráðherra 2011-2012 og síðan atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013, allt í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Má segja að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hafi verið í höndum Steingríms og með því gífurleg völd í samfélaginu. Ýmislegt tókst vel til í þessari ríkisstjórn, efnahagskerfinu var bjargað og ýmsir skattar á hátekjufólk og eignamenn hækkaðir. Hins vegar varð fljótlega ljóst að ekki var mikinn sósíalisma að finna hjá þessari ríkisstjórn. Hún var kosin með umboði til víðtækra og róttækra breytinga sem hún gerði ekki. Stórir hlutar efnahagskerfisins, þ.á.m. allt bankakerfið, var tekið yfir af samfélaginu í hruninu og var því gott tækifæri til að lýðræðisvæða atvinnulífið og efnahagskerfið og koma því undir félagslega stjórn. Þegar þúsundir fjölskyldna misstu heimili sitt hefði verið kjörið að byggja upp öflugt félagslegt húsnæðiskerfi þannig að fólk gæti haldið áfram að búa í íbúðum sínum áfram, annað hvort sem hlutaðeigendur á móti ríkinu eða sem leigjendur greiðandi lága, félagslega leigu. Það var ekki gert þannig að þúsundir enduðu á götunni og inni í leigukerfi sem var braskvætt með því að færa braskfyrirtækjum eignir ríkisins, hvort sem var í gegnum bankana eða íbúðarlánasjóð, fyrir slikk. Eftir stendur brjálaður leigumarkaður sem fólk er fast innan. Má því segja að þessi ríkisstjórn hafi verið ríkisstjórn hinna glötuðu tækifæra og átti Steingrímur stóran þátt í því að ekki fór betur. Enda varð það ljóst að Steingrímur var enginn sósíalisti og sama átti við marga í flokknum. Hann vildi fyrst og fremst vinna í hófsamri umbótastjórn sem væri fulltrúi stöðugleika og hélt að næsta skrefið í þá átt væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG. Varð honum að ósk sinni á því kjörtímabili sem er að ljúka og endaði Steingrímur stjórnmálaferil sinn sem forseti Alþingis. Ferill Steingríms J. Sigfússonar á sér merkilega hliðstæðu við annan stjórnmálamann sem var valdamikill í upphafi 20. aldarinnar. Er ég hér að tala um Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas fór ungur í nám til Bretlands í skóla Verkamannaflokksins þar í landi og kom til baka til Íslands með ýmsar róttækar skoðanir í farteskinu og varð hvatamaður stofnunar Alþýðuflokksins árið 1916. Hann tók sér fyrir hendur að stofna Framsóknarflokkinn sama ár og sá hann fyrir sér sem framsækinn bændaflokk með rætur í samvinnuhreyfingunni. Alþýðuflokkurinn átti að vera bæjahjálega Framsóknarflokksins og vann Jónas að því að draga úr sósíalisma Alþýðuflokksins eins og hann best gat, eins og Héðinn Valdimarsson bendir á í greinaflokk sínum sem birtist í Nýju landi veturinn 1938-1939 og kallaði hann þá grein sína Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann. Jónas var mjög vinsæll og áhrifamikill stjórnmálamaður eins og Steingrímur en báðir voru þeir mjög umdeildir líka. Báðir stofnuðu þeir stjórnmálaflokka sem voru róttækir í málflutningi en róttæknin og sósíalismi málflutningsins virtist víkja fyrir hægfara umbótastefnu þegar þeir settust í ráðherrastóla. Báðir voru þeir áhrifamenn í ríkisstjórnum til vinstri sem gerðu marga góða hluti, sérstaklega Stjórn hinna vinnandi stétta árin 1934-1938, en báðir enduðu feril sinn á samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn sem bæði Jónas (allt er betra en íhaldið) og Steingrímur höfðu þó fordæmt mikið í stjórnmálaferli sínum. Eins og er orðið ljóst þá fékk ég fyrirsögn greinar minnar að láni frá Héðni Valdimarssyni, fyrst formanni Sósíalistaflokksins eldri við stofnun hans árið 1938. Þar greinir hann sögu stjórnmálanna á sínum tíma í gegnum persónu Jónasar Jónssonar eins og ég hef verið að reyna að gera í þessari grein í gegnu persónu Steingríms J. Sigfússonar. Héðinn rekur það sem hann telur dapra þróun skoðana og stefnu Jónasar og telur að hann hafi aldrei í raun verið sósíalisti þó hann hafi oft talað sem slíkur. Það sama tel ég vera með Steingrím. Héðinn skildi það að Íslendingar voru að ganga í gegnum miklar breytingar í stjórnmálum þegar hann skrifaði grein sína. Sósíalistaflokkurinn eldri kom fram á sjónarsviðið og átti eftir að hafa gífurleg áhrif í stjórnmálum. Nú eru Íslendingar líka að ganga í gengum miklar breytingar í stjórnmálum og nú hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið stofnaður og býður fram í öllum kjördæmum í haust. Fyrir Héðinn var Jónas táknmynd þeirra stjórnmála sem voru á útleið, fyrir mér er Steingrímur það líka á okkar tímum. Sósíalistaflokkurinn í dag markar nýja byrjun róttækra stjórnmála okkar tíma á sama hátt og Sósíalistaflokkurinn eldri gerði á sínum tíma. Það er því trúa mína að Sósíalistaflokkurinn nýi eigi eftir að hafa að minnsta kosti eins mikil áhrif á íslensk stjórnmál og Sósíalistaflokkurinn gamli. Það er undir okkur komið að tryggja það með góðum kosningasigri sósíalista í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Guðmundur Auðunsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Alþingi verið slitið í aðdraganda kosninga sem fram fara 25. september í haust. Fráfarandi forseti Alþingis, Steingrímur Jóhann Sigfússon, lætur nú af störfum sem Alþingismaður eftir langan og viðburðaríkan stjórnmálaferil. Markmið þessa greinarstúfs er að fjalla um feril og áhrif þau sem Steingrímur skilur eftir sig í íslenskum stjórnmálum. Eru þau mjög víðtæk enda er Steingrímur J. Sigfússon einn áhrifamesti og vinsælasti stjórnmálaleiðtogi síns tíma. Steingrímur var kjörinn ungur á þing aðeins 28 ára gamall árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið og hefur verið Alþingismaður síðan. Hann var fæddur árið 1955 og ólst upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri með stúdentspróf árið 1976 og fór síðan í nám í Háskóla Íslands og lærði þar Jarðfræði og útskrifaðist með B.Sc. gráðu árið 1981. Fyrir þingsetu vann Steingrímur fyrir sér sem vörubílstjóri, við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá RÚV 1982–1983. Eftir að hann komst á þing settist hann í stól Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988-1991. Steingrímur var varaformaður Alþýðubandalagsins 1989-1995 en tapaði naumlega fyrir Margréti Frímannsdóttur í formannskjöri 1995. Þá hófst braut sameiningar á vinstri vængnum sem leiddi til stofnunar Samfylkingarinnar árið 1999. Margir óttuðust að sá flokkur stefndi hraðbyri inn í einhverskonar Blair-isma sem þá var að ryðja sér til rúms. Var Steingrímur þar á meðal og beitti hann sér fyrir stofnun Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (VG) og var fyrsti formaður hennar. VG byrjaði sem frekar veikur flokkur á vinstri vængnum en jókst að styrk þegar leið á nýju öldin og skapaði sér mikla velvild meðal almennings fyrir að vara við því að nýfrjálshyggjan og útrásin væri á sandi byggð og allt stefndi í hrun sem af varð 2008 eins og flestir muna eftir. Þá tók við tímabil í stjórnmálum þar sem má færa sterk rök fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið valdamesti maður Íslands. Þegar hrunstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði verið hrakin frá völum í Búsáhaldabyltingunni 2009 varð Steingrímur fyrst fjármálaráðherra og síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra auk efnahags- og viðskiptaráðherra 2011-2012 og síðan atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013, allt í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Má segja að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hafi verið í höndum Steingríms og með því gífurleg völd í samfélaginu. Ýmislegt tókst vel til í þessari ríkisstjórn, efnahagskerfinu var bjargað og ýmsir skattar á hátekjufólk og eignamenn hækkaðir. Hins vegar varð fljótlega ljóst að ekki var mikinn sósíalisma að finna hjá þessari ríkisstjórn. Hún var kosin með umboði til víðtækra og róttækra breytinga sem hún gerði ekki. Stórir hlutar efnahagskerfisins, þ.á.m. allt bankakerfið, var tekið yfir af samfélaginu í hruninu og var því gott tækifæri til að lýðræðisvæða atvinnulífið og efnahagskerfið og koma því undir félagslega stjórn. Þegar þúsundir fjölskyldna misstu heimili sitt hefði verið kjörið að byggja upp öflugt félagslegt húsnæðiskerfi þannig að fólk gæti haldið áfram að búa í íbúðum sínum áfram, annað hvort sem hlutaðeigendur á móti ríkinu eða sem leigjendur greiðandi lága, félagslega leigu. Það var ekki gert þannig að þúsundir enduðu á götunni og inni í leigukerfi sem var braskvætt með því að færa braskfyrirtækjum eignir ríkisins, hvort sem var í gegnum bankana eða íbúðarlánasjóð, fyrir slikk. Eftir stendur brjálaður leigumarkaður sem fólk er fast innan. Má því segja að þessi ríkisstjórn hafi verið ríkisstjórn hinna glötuðu tækifæra og átti Steingrímur stóran þátt í því að ekki fór betur. Enda varð það ljóst að Steingrímur var enginn sósíalisti og sama átti við marga í flokknum. Hann vildi fyrst og fremst vinna í hófsamri umbótastjórn sem væri fulltrúi stöðugleika og hélt að næsta skrefið í þá átt væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG. Varð honum að ósk sinni á því kjörtímabili sem er að ljúka og endaði Steingrímur stjórnmálaferil sinn sem forseti Alþingis. Ferill Steingríms J. Sigfússonar á sér merkilega hliðstæðu við annan stjórnmálamann sem var valdamikill í upphafi 20. aldarinnar. Er ég hér að tala um Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas fór ungur í nám til Bretlands í skóla Verkamannaflokksins þar í landi og kom til baka til Íslands með ýmsar róttækar skoðanir í farteskinu og varð hvatamaður stofnunar Alþýðuflokksins árið 1916. Hann tók sér fyrir hendur að stofna Framsóknarflokkinn sama ár og sá hann fyrir sér sem framsækinn bændaflokk með rætur í samvinnuhreyfingunni. Alþýðuflokkurinn átti að vera bæjahjálega Framsóknarflokksins og vann Jónas að því að draga úr sósíalisma Alþýðuflokksins eins og hann best gat, eins og Héðinn Valdimarsson bendir á í greinaflokk sínum sem birtist í Nýju landi veturinn 1938-1939 og kallaði hann þá grein sína Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann. Jónas var mjög vinsæll og áhrifamikill stjórnmálamaður eins og Steingrímur en báðir voru þeir mjög umdeildir líka. Báðir stofnuðu þeir stjórnmálaflokka sem voru róttækir í málflutningi en róttæknin og sósíalismi málflutningsins virtist víkja fyrir hægfara umbótastefnu þegar þeir settust í ráðherrastóla. Báðir voru þeir áhrifamenn í ríkisstjórnum til vinstri sem gerðu marga góða hluti, sérstaklega Stjórn hinna vinnandi stétta árin 1934-1938, en báðir enduðu feril sinn á samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn sem bæði Jónas (allt er betra en íhaldið) og Steingrímur höfðu þó fordæmt mikið í stjórnmálaferli sínum. Eins og er orðið ljóst þá fékk ég fyrirsögn greinar minnar að láni frá Héðni Valdimarssyni, fyrst formanni Sósíalistaflokksins eldri við stofnun hans árið 1938. Þar greinir hann sögu stjórnmálanna á sínum tíma í gegnum persónu Jónasar Jónssonar eins og ég hef verið að reyna að gera í þessari grein í gegnu persónu Steingríms J. Sigfússonar. Héðinn rekur það sem hann telur dapra þróun skoðana og stefnu Jónasar og telur að hann hafi aldrei í raun verið sósíalisti þó hann hafi oft talað sem slíkur. Það sama tel ég vera með Steingrím. Héðinn skildi það að Íslendingar voru að ganga í gegnum miklar breytingar í stjórnmálum þegar hann skrifaði grein sína. Sósíalistaflokkurinn eldri kom fram á sjónarsviðið og átti eftir að hafa gífurleg áhrif í stjórnmálum. Nú eru Íslendingar líka að ganga í gengum miklar breytingar í stjórnmálum og nú hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið stofnaður og býður fram í öllum kjördæmum í haust. Fyrir Héðinn var Jónas táknmynd þeirra stjórnmála sem voru á útleið, fyrir mér er Steingrímur það líka á okkar tímum. Sósíalistaflokkurinn í dag markar nýja byrjun róttækra stjórnmála okkar tíma á sama hátt og Sósíalistaflokkurinn eldri gerði á sínum tíma. Það er því trúa mína að Sósíalistaflokkurinn nýi eigi eftir að hafa að minnsta kosti eins mikil áhrif á íslensk stjórnmál og Sósíalistaflokkurinn gamli. Það er undir okkur komið að tryggja það með góðum kosningasigri sósíalista í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun