Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 10:50 Búið er að sprauta 47,5 milljón skömmtum í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands eru fullbólusett. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí í einni stærstu bólusetningarmiðstöð Moskvu. AP/Pavel Golovkin Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira