Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 10:56 Sunneva Einarsdóttir er meðal fórnarlamba hakkarans en hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Vísir/Vilhelm Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum. Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tíska og hönnun Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tíska og hönnun Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37