Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 11:46 Kristlín Dís Ingilínardóttir er á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla. Facebook Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira