Sérfræðingur að norðan Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2021 07:01 Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun