Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2021 10:47 Guðni Th. Jóhannesson forseti þakkar starfsfólki Heilsugæslunnar fyrir vel unnin störf í bólusetningarátakinu. Vísir/Vilhelm „Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“ Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira