Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júlí 2021 19:45 Hlutabréf féllu í verði víða í dag, miðlurum sem og öðrum til mæðu. AP Photo/Richard Drew Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft. Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft.
Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00