Ungur breti handtekinn fyrir fjársvik í gegnum Twitter auk fleiri netglæpa Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 10:32 Fjölmargir heimsfrægir einstaklingar urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum AP/Alexander Zemlianichenko Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að 22 ára gamall breti hafi verið handtekinn á Spáni. Maðurinn er grunaður um að standa á bak við umfangsmikla tölvuárás á Twitter. Joseph James O’Connor á yfir höfði sér margvíslegar ákærur fyrir fjársvik, kúgun og áreiti á netinu. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir umfangsmikilli tölvuárás á Twitter, sem ætlað var að svíkja fólk til að gefa fjármuni í formi rafmynta. Hinn átján ára gamli Graham Ivan Clark var samverkamaður O'Connors í árásinni en hann hefur þegar hlotið fangelsisdóm fyrir hana. Árásin var gerð í júlí í fyrra og fólst hún í að brotist var inn á Twitteraðganga fjölmargra heimsfrægra einstaklinga. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni voru Joe Biden sem þá var í forsetaframboði og Elon Musk, forstjóri Tesla. Tölvuþrjótarnir notuðu aðganga fræga fólksins til að biðja almenning að leggja rafmyntir inn á reikninga, eða svokölluð rafmyntaveski, í þeirra eigu. Þeir höfðu rúmlega 120 þúsund bandaríkjadali eða um fimmtán milljónir króna, upp úr krafsinu. O'Connor er einnig grunaður um að hafa brotist inn á aðganga á samfélagsmiðlunum TikTok og Snapchat. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr einstaklingi með því að hóta birtingu kynferðislegs efnis af viðkomandi, sem hann komst yfir með yfirtöku samfélagsmiðlaaðgangs. Þá er hann sakaður um að hafa áreitt sextán ára barn á netinu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Spánn Bretland Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Joseph James O’Connor á yfir höfði sér margvíslegar ákærur fyrir fjársvik, kúgun og áreiti á netinu. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir umfangsmikilli tölvuárás á Twitter, sem ætlað var að svíkja fólk til að gefa fjármuni í formi rafmynta. Hinn átján ára gamli Graham Ivan Clark var samverkamaður O'Connors í árásinni en hann hefur þegar hlotið fangelsisdóm fyrir hana. Árásin var gerð í júlí í fyrra og fólst hún í að brotist var inn á Twitteraðganga fjölmargra heimsfrægra einstaklinga. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni voru Joe Biden sem þá var í forsetaframboði og Elon Musk, forstjóri Tesla. Tölvuþrjótarnir notuðu aðganga fræga fólksins til að biðja almenning að leggja rafmyntir inn á reikninga, eða svokölluð rafmyntaveski, í þeirra eigu. Þeir höfðu rúmlega 120 þúsund bandaríkjadali eða um fimmtán milljónir króna, upp úr krafsinu. O'Connor er einnig grunaður um að hafa brotist inn á aðganga á samfélagsmiðlunum TikTok og Snapchat. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr einstaklingi með því að hóta birtingu kynferðislegs efnis af viðkomandi, sem hann komst yfir með yfirtöku samfélagsmiðlaaðgangs. Þá er hann sakaður um að hafa áreitt sextán ára barn á netinu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Spánn Bretland Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira