Áhrifavaldarnir hafa endurheimt Instagram-reikninga sína Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 15:24 Áhrifavaldarnir Sunneva Einars, Ástrós Trausta, Kristín Péturs og Dóra Júlía hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að óprúttinn aðili lokaði þeim fyrr í mánuðinum. Samsett Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Kristín Pétursdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru á meðal þeirra sem hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjót. Fyrr í mánuðinum virtist sem tölvuþrjótur hafi farið í herferð gegn áhrifavöldum, en hver Instagram-reikningurinn var tekinn niður á eftir öðrum. Svo virtist sem um væri að ræða hakkara sem kallaði sig kingsanchezx á Instagram. Kingsanchezx birti hótanir á Instagram-reikingi sínum og setti inn myndbönd af því þegar hann tók niður reikninga fórnarlamba sinna sem virtist vera honum leikur einn. Einhverjir áhrifavaldar virtust þó hafa orðið fyrri til og lokað reikningum sínum á eigin forsendum áður en tölvuþrjóturinn náði til þeirra. Nú virðist þó sem Instagram-reikningi Kingsanchezx hafi verið lokað. Vísir greindi frá því í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Birgitta Líf, áhrifavaldurinn Binni Glee og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj endurheimtu reikninga sína. Áhrifavaldurinn, plötusnúðurinn og útvarpskonan Dóra Júlía birti fyrr í dag mynd af sér þar sem hún stillti sér upp á Ísafirði í tilefni endurkomu sinnar á Instagram. „GUESS WHO’S BACK, BACK AGAIN, SHADY’S BACK, TELL A FRIEND. Hæ instagram, missed ya,“ segir hinn vinsæli plötusnúður sem er með yfir 11 þúsund fylgjendur á reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir sagðist í samtali við Vísi hafa litla vitneskju um það kom til að reikningarnir hefðu verið opnaðir á ný. „Við vorum bara búin að reyna gera allt sem við gátum sem var í boði á Instagram og Facebook og svo bara fór það í gegn. Ég veit í rauninni ekkert meira sko, en bara gaman að þetta fór í gegn.“ Fljótt á litið virðist áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Alex Michael Green vera eina fórnarlamb hakkarans sem ekki hefur endurheimt reikning sinn. Í samtali við Vísi segist Alex nánast hafa misst alla von um að fá reikninginn til baka en vonar það besta. Hann fagnar því að aðrir áhrifavaldar skyldu hafa endurheimt sinn reikning, þar sem um er að ræða mikla tekjulind fyrir marga. Hér að neðan má hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem Alex var gestur í síðustu viku. Þar sagði hann frá tilraun sinni til þess að vingast við hakkarann í þeim tilgangi að losna úr klóm hans. Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Fyrr í mánuðinum virtist sem tölvuþrjótur hafi farið í herferð gegn áhrifavöldum, en hver Instagram-reikningurinn var tekinn niður á eftir öðrum. Svo virtist sem um væri að ræða hakkara sem kallaði sig kingsanchezx á Instagram. Kingsanchezx birti hótanir á Instagram-reikingi sínum og setti inn myndbönd af því þegar hann tók niður reikninga fórnarlamba sinna sem virtist vera honum leikur einn. Einhverjir áhrifavaldar virtust þó hafa orðið fyrri til og lokað reikningum sínum á eigin forsendum áður en tölvuþrjóturinn náði til þeirra. Nú virðist þó sem Instagram-reikningi Kingsanchezx hafi verið lokað. Vísir greindi frá því í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Birgitta Líf, áhrifavaldurinn Binni Glee og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj endurheimtu reikninga sína. Áhrifavaldurinn, plötusnúðurinn og útvarpskonan Dóra Júlía birti fyrr í dag mynd af sér þar sem hún stillti sér upp á Ísafirði í tilefni endurkomu sinnar á Instagram. „GUESS WHO’S BACK, BACK AGAIN, SHADY’S BACK, TELL A FRIEND. Hæ instagram, missed ya,“ segir hinn vinsæli plötusnúður sem er með yfir 11 þúsund fylgjendur á reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir sagðist í samtali við Vísi hafa litla vitneskju um það kom til að reikningarnir hefðu verið opnaðir á ný. „Við vorum bara búin að reyna gera allt sem við gátum sem var í boði á Instagram og Facebook og svo bara fór það í gegn. Ég veit í rauninni ekkert meira sko, en bara gaman að þetta fór í gegn.“ Fljótt á litið virðist áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Alex Michael Green vera eina fórnarlamb hakkarans sem ekki hefur endurheimt reikning sinn. Í samtali við Vísi segist Alex nánast hafa misst alla von um að fá reikninginn til baka en vonar það besta. Hann fagnar því að aðrir áhrifavaldar skyldu hafa endurheimt sinn reikning, þar sem um er að ræða mikla tekjulind fyrir marga. Hér að neðan má hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem Alex var gestur í síðustu viku. Þar sagði hann frá tilraun sinni til þess að vingast við hakkarann í þeim tilgangi að losna úr klóm hans.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22
Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37