„Það verður gaman að berjast á hinum enda töflunnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 19:31 Guðrún Arnardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska liðið Rosengård. Mynd/Skjáskot Guðrún Arnardóttir mun fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttir hjá Rosengård, en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið í dag. „Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
„Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21
Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09