Alfreð: Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2021 18:43 Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með frammistöðuna gegn Breiðabliki en ekki niðurstöðuna. vísir/hulda margrét Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Breiðabliki. „Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
„Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira