Unnið að því að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra: Sjúklingar skimaðir vikulega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Formaður farsóttanefndar Landspítala vonar að búið sé að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra. Nýjum loftræstibúnaði hefur meðal annars verið komið fyrir og sjúklingar verða skimaðir vikulega. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira