Fjármálaráðherra og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eru sammála um að næsta vika eða tíu dagar hafi mikil áhrif á framhald aðgerða, sem ráðist af því hvort fullbólusettir sem smitist veikist mikið og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda eða ekki.
Forsætisráðherra segir þó að það sé matsatriði hvort það geri stjórnvöldum kleift að aflétta aftur öllum takmörkunum.
Þá sýnum við frá yfirheyrslum fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hófust í dag vegna innrásar stuðningsmanna Donalds Trump í þinghúsið hinn 6. janúar.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.