Sömu laun fyrir sömu vinnu? Daníel Örn Arnarsson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Vinnumarkaður Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun