Er kerfahugsun of flókin fyrir stjórnmálamenn? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. júlí 2021 10:01 Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun