Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eiga að hætta að gefa svona mörg „veik“ víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:30 Raheem Sterling fær ekki svona víti dæmd í ensku úrvalsdeildinni á komandi leitktíð. Hér fiskar hann vítið sem kom Englandi í úrslitaleik EM í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það voru dæmd 125 víti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en þeim mun væntanlega fækka talsvert á komandi leiktíð ef marka má fyrirmæli frá yfirmönnum dómaramála í Englandi. Það voru margar umdeildar vítaspyrnur dæmdar á síðasta tímabili í ensku deildinni enda þurfti oft ekki mikið til að fá víti. Varsjáin breytti heldur ekki þessum veikum vítum ef að það hafði verið einhver snerting. Mike Riley, yfirmaður dómaramála, hefur kannað hug leikmanna og knattspyrnustjóra og eftir þá rannsóknarvinnu hefur verið tekin sú ákvörðun að leyfa meira þegar kemur að vítaspyrnum. Það er ekki nóg að það sé bara snerting því dómarar þurfa að ákveða hvaða þýðingu hún hefur og hvort að leikmenn séu bara að nota snertinguna sem afsökun fyrir því að láta sig detta í teignum. „Það er ekki nóg að segja, já það var snerting,“ sagði Mike Riley. New guidance has been given to referees ahead of the 2021/22 campaign. We won't be seeing the kind of penalty that put England into the European Championship final... https://t.co/MJ6UVXV3By— SPORTbible (@sportbible) August 3, 2021 „Snertingin er aðeins hluti af því sem dómarar eiga að skoða. Ef þú hefur klára snertingu og afleiðingu af henni þá getur dómari dæmt víti,“ sagði Riley Á sama tíma þurfa leikmenn ekki að falla í jörðina til að fá víti samkvæmt viðtalinu við Riley. Riley tók tvö dæmi um þetta. Annars vegar vítið sem Raheem Sterling sem fékk í undanúrslitaleik EM á móti Dönum sem var veikt víti og átti aldrei að dæma en á móti voru það mistök að dæma ekki víti þegar Phil Foden var felldur á móti Southampton. Sjónvarpsáhorfendur fá heldur ekki lengur að sjá myndbandsdómara teikna rangstöðulínurnar á skjánum og línurnar verða líka þykkari. Það kom vel út á EM. „Það sem við gefum fótboltanum með því eru tuttugu mörk sem voru dæmt af á síðasta tímabili með því að nota alltof mikla nákvæmni. Það voru táneglur og nef sem voru að gera menn rangstæða. Það var kannski rangstaða á síðustu leiktíð en verður það ekki á komandi tímabili,“ sagði Mike Riley. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Það voru margar umdeildar vítaspyrnur dæmdar á síðasta tímabili í ensku deildinni enda þurfti oft ekki mikið til að fá víti. Varsjáin breytti heldur ekki þessum veikum vítum ef að það hafði verið einhver snerting. Mike Riley, yfirmaður dómaramála, hefur kannað hug leikmanna og knattspyrnustjóra og eftir þá rannsóknarvinnu hefur verið tekin sú ákvörðun að leyfa meira þegar kemur að vítaspyrnum. Það er ekki nóg að það sé bara snerting því dómarar þurfa að ákveða hvaða þýðingu hún hefur og hvort að leikmenn séu bara að nota snertinguna sem afsökun fyrir því að láta sig detta í teignum. „Það er ekki nóg að segja, já það var snerting,“ sagði Mike Riley. New guidance has been given to referees ahead of the 2021/22 campaign. We won't be seeing the kind of penalty that put England into the European Championship final... https://t.co/MJ6UVXV3By— SPORTbible (@sportbible) August 3, 2021 „Snertingin er aðeins hluti af því sem dómarar eiga að skoða. Ef þú hefur klára snertingu og afleiðingu af henni þá getur dómari dæmt víti,“ sagði Riley Á sama tíma þurfa leikmenn ekki að falla í jörðina til að fá víti samkvæmt viðtalinu við Riley. Riley tók tvö dæmi um þetta. Annars vegar vítið sem Raheem Sterling sem fékk í undanúrslitaleik EM á móti Dönum sem var veikt víti og átti aldrei að dæma en á móti voru það mistök að dæma ekki víti þegar Phil Foden var felldur á móti Southampton. Sjónvarpsáhorfendur fá heldur ekki lengur að sjá myndbandsdómara teikna rangstöðulínurnar á skjánum og línurnar verða líka þykkari. Það kom vel út á EM. „Það sem við gefum fótboltanum með því eru tuttugu mörk sem voru dæmt af á síðasta tímabili með því að nota alltof mikla nákvæmni. Það voru táneglur og nef sem voru að gera menn rangstæða. Það var kannski rangstaða á síðustu leiktíð en verður það ekki á komandi tímabili,“ sagði Mike Riley.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira