Lagið og myndband má sjá að neðan.
Fjöldi landsþekktra listamanna kemur fyrir í myndbandinu og má nefna liðsmenn Hatara, bræðurnar Friðrik Dór og Jón Jónsson, Andreu Jóns plötusnúið, Magna Ásgeirsson og Skúla Andrésson. Sömuleiðis ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Myndbandið var unnið af Kletta films en lagið er gefið út af Magnaðir ehf. Lagið er gefið út í tilefni Hinsegin daga 2021. Jódís Skúla, Stefan Bogi Sveinsson & Ingunn Bylgja Einarsdóttir sömdu textann við lagið en Ármann Einarsson sá um hljóðblöndun.