Af Kúbu og mótmælum upp á síðkastið Gylfi Páll Hersir skrifar 4. ágúst 2021 15:00 Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um ástandið á Kúbu og mótmæli gegn stjórnvöldum þar í landi. Þar er margt missagt og staðreyndum snúið á haus eins og oft þegar fjallað er um þetta ágæta land og hverju byltingin hafi áorkað. Fjölmiðlar hér á landi endursegja gjarnan það sem stórblöðin hafa að segja og keppast um að leita uppi þá sem hallmæla byltingunni hvað mest með alls kyns furðusögum og fjandskap. Á tímum internetsins ætti að vera hægt að nálgast hlutina á annan hátt. Gott dæmi er mynd sem birtist t.a.m. í Morgunblaðinu líklega 11. júlí (og víðar) og er sögð vera frá mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu – mynd sem hafði birst í dagblaðinu New York Times. Mótmælin voru hins vegar til stuðnings byltingunni enda má fremst á myndinni sjá Gerardo Hernández, einn af leiðtogum Varnarnefnda Byltingarinnar (CDR) og einn fimmmenninga sem dvaldi 16 ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vara við yfirvofandi hryðjuverkaárásum á Kúbu. Bandaríkin hafa einmitt staðið fyrir ótal hryðjuverkum á hendur Kúbu allar götur frá byltingunni 1959 þegar alþýðufólk tók þar völdin og hóf að skipuleggja samfélagið í sína þágu í stað hagsmuna innlendrar ráðastéttar og bandarísku auðstéttarinnar. Þetta getur Bandaríkjastjórn engan vegin fyrirgefið og nýtir ýmsar aðferðir og fjármagn til að hefna þessa fordæmis, s.s. innrás, tilraunir um að ráða leiðtoga landsins af dögum. Efnahagsstríðið sem lamar landið hefur staðið hefur í 60 ár. Fjölmiðlar hömruðu á því í júlí að á Kúbu hefðu átt sér stað sjálfsprottin fjöldamótmæli – uppreisn gegn stjórnvöldum. Skilja mátti að nú væri einungis dagaspursmál hvenær byltingin væri öll. Þeim hefði misfarist að takast á við Covid-19 og lögregla og óþokkalýður færi um og gengi í skrokk á friðsælum mótmælendum gegn stjórnvöldum. Þetta eru miklar ýkjur en að mestu beinlínis rangt. Í litlum bæ skammt frá Havana fóru af stað mótmæli vegna skorts af ýmsu tagi sem launagosar á vegum bandarískra flugumanna hvöttu til og blönduðu sér í. Þessum atburði var mætt á fjölmörgum stöðum, þ.á.m. á hafnargötunni í Havana þaðan sem ljósmyndin er. Viðskiptabanninu var mótmælt en einnig og ekki síður afskiptum og árásarplönum Bandaríkjastjórnar gegn Kúbu. Mikilvægt er að átta sig á því að þetta gerist í kjölfar atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem aðeins Bandaríkin og Ísrael greiddu atkvæði gegn því að viðskiptabanninu yrði aflétt. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu fór til viðræðna við íbúana sem upphaflega höfðu mótmælt, eins og tíðkast þar í landi. Í löngu sjónvarpsviðtali í kjölfarið kvað hann stjórnvöld hafa rætt opinskátt um vandamálin sem væru alvarleg og stöfuðu einkum af viðskiptabanninu og herðingu þess. Hann benti á að meðal mótmælenda væri ýmsir „sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum þrengingum; meðal þeirra eru byltingarsinnar sem hafa engin svör um hvað gera skuli eða láta bara í ljósi óánægju sína.“ En „fremst í flokki mótmælanna voru undirróðursmenn, hópur fólks, sem er skipulagður hluti af andbyltingarstarfsemi á snærum Bandaríkjanna“. Matarskortur í landinu hefur verið mikill, sá mesti frá tímabilinu í kjölfar hruns Sovétríkjanna, sem m.a. vegna viðskiptabannsins var aðalviðskiptaland Kúbu. Almennur samdráttur í framleiðslu og verslun í heiminum hefur haft sín áhrif og ekki hvað síst Covid-19 faraldurinn. Þetta hefur leitt til mikils vöruskorts og skömmtunar m.a. á rafmagni og öllum orkugjöfum. Meðal þess sem andstæðingar byltingarinnar gerðu var að rústa búðum þar sem einungis er hægt að versla með dollara, eyðileggja lögreglubíl og kalla eftir „mannúðlegum“ afskiptum Bandaríkjanna. Þeir settu fram slagorðið: „Við viljum bólusetningar“, ákall sem er sérstaklega móðgandi, því staðreyndin er sú að Kúba er eina land Rómönsku Ameríku sem hefur þróað eigið bóluefni gegn Covid-19. Það er með 90% virkni og er nú í fullri dreifingu. Vegna viðskiptabannsins hefur verið viðvarandi skortur á sprautunálum sem Kúbu hefur verið meinað að kaupa á alþjóðlegum markaði. Allsherjar viðskiptabann Bandaríkjanna frá árdögum byltingarinnar hefur verið hert ótal sinnum og hefur m.a. mikil áhrif á viðskipti annarra þjóða við Kúbu. Donald Trump bætti vel í og Joseph Biden ákvað að breyta þar engu þrátt fyrir vonir margra þar um. Nú mega skip sem koma til Kúbu ekki lengur leggja að í bandarískum höfnum eina 6 mánuði á eftir sem þýðir auðvitað að m.a. farþegaskip koma alls ekki til Kúbu. Lyf og lækningavörur fást einungis eftir miklum krókaleiðum á háu verði eða alls ekki. Kúba neyðist til að greiða okurvexti af öllum lánum og býr við miklar hindranir í aðþjóðlegum bankaviðskiptum. Mikilvægast til að bæta ástand mála á Kúbu er að viðskiptabanninum verði aflétt og landið fái að vera í friði fyrir íhlutunum og hryðjuverkum og geti átt þokkalega eðlileg viðskipti við önnur lönd. Viðskipti heimsvaldaríkjanna og þriðja heims ríkja eru raunar aldrei á jafnréttisgrundvelli né óháð tollamúrum, en það er önnur saga. Þetta er sú krafa sem íslensk stjórnvöld ættu að setja fram og ætti að vera meginkrafan þar sem fjallað er um ástand mála á Kúbu. Höfundur situr í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu)og hefur margsinnis sótt Kúbu heim. Hann er líka áhugasamur um það sem er á seyði í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Kúba Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um ástandið á Kúbu og mótmæli gegn stjórnvöldum þar í landi. Þar er margt missagt og staðreyndum snúið á haus eins og oft þegar fjallað er um þetta ágæta land og hverju byltingin hafi áorkað. Fjölmiðlar hér á landi endursegja gjarnan það sem stórblöðin hafa að segja og keppast um að leita uppi þá sem hallmæla byltingunni hvað mest með alls kyns furðusögum og fjandskap. Á tímum internetsins ætti að vera hægt að nálgast hlutina á annan hátt. Gott dæmi er mynd sem birtist t.a.m. í Morgunblaðinu líklega 11. júlí (og víðar) og er sögð vera frá mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu – mynd sem hafði birst í dagblaðinu New York Times. Mótmælin voru hins vegar til stuðnings byltingunni enda má fremst á myndinni sjá Gerardo Hernández, einn af leiðtogum Varnarnefnda Byltingarinnar (CDR) og einn fimmmenninga sem dvaldi 16 ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vara við yfirvofandi hryðjuverkaárásum á Kúbu. Bandaríkin hafa einmitt staðið fyrir ótal hryðjuverkum á hendur Kúbu allar götur frá byltingunni 1959 þegar alþýðufólk tók þar völdin og hóf að skipuleggja samfélagið í sína þágu í stað hagsmuna innlendrar ráðastéttar og bandarísku auðstéttarinnar. Þetta getur Bandaríkjastjórn engan vegin fyrirgefið og nýtir ýmsar aðferðir og fjármagn til að hefna þessa fordæmis, s.s. innrás, tilraunir um að ráða leiðtoga landsins af dögum. Efnahagsstríðið sem lamar landið hefur staðið hefur í 60 ár. Fjölmiðlar hömruðu á því í júlí að á Kúbu hefðu átt sér stað sjálfsprottin fjöldamótmæli – uppreisn gegn stjórnvöldum. Skilja mátti að nú væri einungis dagaspursmál hvenær byltingin væri öll. Þeim hefði misfarist að takast á við Covid-19 og lögregla og óþokkalýður færi um og gengi í skrokk á friðsælum mótmælendum gegn stjórnvöldum. Þetta eru miklar ýkjur en að mestu beinlínis rangt. Í litlum bæ skammt frá Havana fóru af stað mótmæli vegna skorts af ýmsu tagi sem launagosar á vegum bandarískra flugumanna hvöttu til og blönduðu sér í. Þessum atburði var mætt á fjölmörgum stöðum, þ.á.m. á hafnargötunni í Havana þaðan sem ljósmyndin er. Viðskiptabanninu var mótmælt en einnig og ekki síður afskiptum og árásarplönum Bandaríkjastjórnar gegn Kúbu. Mikilvægt er að átta sig á því að þetta gerist í kjölfar atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem aðeins Bandaríkin og Ísrael greiddu atkvæði gegn því að viðskiptabanninu yrði aflétt. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu fór til viðræðna við íbúana sem upphaflega höfðu mótmælt, eins og tíðkast þar í landi. Í löngu sjónvarpsviðtali í kjölfarið kvað hann stjórnvöld hafa rætt opinskátt um vandamálin sem væru alvarleg og stöfuðu einkum af viðskiptabanninu og herðingu þess. Hann benti á að meðal mótmælenda væri ýmsir „sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum þrengingum; meðal þeirra eru byltingarsinnar sem hafa engin svör um hvað gera skuli eða láta bara í ljósi óánægju sína.“ En „fremst í flokki mótmælanna voru undirróðursmenn, hópur fólks, sem er skipulagður hluti af andbyltingarstarfsemi á snærum Bandaríkjanna“. Matarskortur í landinu hefur verið mikill, sá mesti frá tímabilinu í kjölfar hruns Sovétríkjanna, sem m.a. vegna viðskiptabannsins var aðalviðskiptaland Kúbu. Almennur samdráttur í framleiðslu og verslun í heiminum hefur haft sín áhrif og ekki hvað síst Covid-19 faraldurinn. Þetta hefur leitt til mikils vöruskorts og skömmtunar m.a. á rafmagni og öllum orkugjöfum. Meðal þess sem andstæðingar byltingarinnar gerðu var að rústa búðum þar sem einungis er hægt að versla með dollara, eyðileggja lögreglubíl og kalla eftir „mannúðlegum“ afskiptum Bandaríkjanna. Þeir settu fram slagorðið: „Við viljum bólusetningar“, ákall sem er sérstaklega móðgandi, því staðreyndin er sú að Kúba er eina land Rómönsku Ameríku sem hefur þróað eigið bóluefni gegn Covid-19. Það er með 90% virkni og er nú í fullri dreifingu. Vegna viðskiptabannsins hefur verið viðvarandi skortur á sprautunálum sem Kúbu hefur verið meinað að kaupa á alþjóðlegum markaði. Allsherjar viðskiptabann Bandaríkjanna frá árdögum byltingarinnar hefur verið hert ótal sinnum og hefur m.a. mikil áhrif á viðskipti annarra þjóða við Kúbu. Donald Trump bætti vel í og Joseph Biden ákvað að breyta þar engu þrátt fyrir vonir margra þar um. Nú mega skip sem koma til Kúbu ekki lengur leggja að í bandarískum höfnum eina 6 mánuði á eftir sem þýðir auðvitað að m.a. farþegaskip koma alls ekki til Kúbu. Lyf og lækningavörur fást einungis eftir miklum krókaleiðum á háu verði eða alls ekki. Kúba neyðist til að greiða okurvexti af öllum lánum og býr við miklar hindranir í aðþjóðlegum bankaviðskiptum. Mikilvægast til að bæta ástand mála á Kúbu er að viðskiptabanninum verði aflétt og landið fái að vera í friði fyrir íhlutunum og hryðjuverkum og geti átt þokkalega eðlileg viðskipti við önnur lönd. Viðskipti heimsvaldaríkjanna og þriðja heims ríkja eru raunar aldrei á jafnréttisgrundvelli né óháð tollamúrum, en það er önnur saga. Þetta er sú krafa sem íslensk stjórnvöld ættu að setja fram og ætti að vera meginkrafan þar sem fjallað er um ástand mála á Kúbu. Höfundur situr í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu)og hefur margsinnis sótt Kúbu heim. Hann er líka áhugasamur um það sem er á seyði í heiminum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun