Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 11:01 Friðrik Ómar skilur ekki hvers vegna er lokað á sviðslistir. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða. Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða.
Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira