„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 11:51 Fundurinn varð mjög þungur þegar leið á seinni hlutann og ljóst að sérfræðingarnir hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira