Hundurinn Mosi starfar á Kleppi og knúsar skjólstæðinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2021 21:01 Hundurinn Mosi er geðhjúkrunarhundur. stöð2 Hundurinn Mosi sem er starfsmaður á Kleppi. Hann sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda. „Hér höfum við hundinn Mosa. Hann er einungis tvö kíló og í 20% starfshlutfalli á dagdeild geðmeðferðar hér á Kleppi. Og svo er hann hrikalega sætur.“ „Hann er alveg ótrúlega mikilvægur í deildarstarfinu, hann er móttökustjóri. Tekur á móti fólki og svo er hann aðallega í knúsi,“ sagði Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman, aðstoðardeildarstjóri á dagdeild geðmeðferðar á Kleppi og eigandi Mosa. Starfsmannaskírteini Mosa.aðsend Starfsskyldur Mosa eru einfaldar en af og til mætir hann með starfsmönnum í viðtöl með skjólstæðingum. Þegar Mosi mætir til vinnu er hann alla jafna með þetta fína starfsmannaskírteini sem sést á myndinni að ofan, en daginn sem fréttastofu bar að garði gleymdi hann skírteininu heima. Það getur nú komið fyrir alla. En Mosi mætir til vinnu tvo til þrjá daga á viku og gerir gagn. „Já Mosi hjálpar skjólstæðingum og það höfum við líka staðfest í rannsóknum sem hafa verið gerðar á þátttöku hunda í meðferðarstarfi.“ Hundaknús á stundatöflunni Mosi er ekki eini ferfætti starfsmaður Klepps. Það vill svo til að nokkrir iðjuþjálfar deildarinnar eru hundaeigendur og taka þá stundum með í vinnuna. „Þannig að það er mikil hundastemning á lóðinni. Meira segja hér í batamiðstöðinni þar sem virkniprógrammið okkar er, í stundatöflu þar er liður sem heitir hundaknús og þá er hægt að koma og fá knús og klapp.“ Dýr Landspítalinn Hundar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Hér höfum við hundinn Mosa. Hann er einungis tvö kíló og í 20% starfshlutfalli á dagdeild geðmeðferðar hér á Kleppi. Og svo er hann hrikalega sætur.“ „Hann er alveg ótrúlega mikilvægur í deildarstarfinu, hann er móttökustjóri. Tekur á móti fólki og svo er hann aðallega í knúsi,“ sagði Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman, aðstoðardeildarstjóri á dagdeild geðmeðferðar á Kleppi og eigandi Mosa. Starfsmannaskírteini Mosa.aðsend Starfsskyldur Mosa eru einfaldar en af og til mætir hann með starfsmönnum í viðtöl með skjólstæðingum. Þegar Mosi mætir til vinnu er hann alla jafna með þetta fína starfsmannaskírteini sem sést á myndinni að ofan, en daginn sem fréttastofu bar að garði gleymdi hann skírteininu heima. Það getur nú komið fyrir alla. En Mosi mætir til vinnu tvo til þrjá daga á viku og gerir gagn. „Já Mosi hjálpar skjólstæðingum og það höfum við líka staðfest í rannsóknum sem hafa verið gerðar á þátttöku hunda í meðferðarstarfi.“ Hundaknús á stundatöflunni Mosi er ekki eini ferfætti starfsmaður Klepps. Það vill svo til að nokkrir iðjuþjálfar deildarinnar eru hundaeigendur og taka þá stundum með í vinnuna. „Þannig að það er mikil hundastemning á lóðinni. Meira segja hér í batamiðstöðinni þar sem virkniprógrammið okkar er, í stundatöflu þar er liður sem heitir hundaknús og þá er hægt að koma og fá knús og klapp.“
Dýr Landspítalinn Hundar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira