Bólusetningarnar eru fyrirhugaðar í Laugardalshöllinni dagana 23.- 24 ágúst næstkomandi. Dagskrána má sjá á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðisins en gert er ráð fyrir að 2006 og 2007 árgangur mæti 23. ágúst en 2008 og 2009 árgangur mæti daginn eftir.
Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni, að því er segir að á vef Heilsugæslunnar.
Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send en foreldrar eru beðnir um að mæta með börnum sínum eftir því skipulagi sem nálgast má hér.