Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 14:51 Hauggas er unnið úr gömlu sorphaugunum á Akureyri. Norðurorka Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi. Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi.
Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira