180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:46 Jónas Hafsteinsson er lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. sigurjón ólason 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira