Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 22:15 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos/Getty Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021 Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021
Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira