Lof og last 16. umferðar: Sigurður Heiðar, Skagamenn skoruðu mörkin, óvæntur Rodri og frammistaða HK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 14:11 Sigurður Heiðar stýrði Leikni til sigurs gegn Íslandsmeisturum Vals um helgina. Vísir/Hulda Margrét 16. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Varnarleikur Leiknis og kænska Sigurðar Nýliðar Leiknis Reykjavíkur seldu Sævar Atla Magnússon - sinn langbesta mann á tímabilinu - til Danmerkur á dögunum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari, brást við með því að breyta um leikkerfi er Íslandsmeistarar Vals heimsóttu Breiðholtið. Fór það svo að Leiknir hélt hreinu – eitthvað sem ekkert lið hafði gert í meira en 12 mánuði gegn Val – og skoraði eitt glæsilegt mark. Varnarleikurinn upp á 10 og það virðist sem Sigurður Heiðar geti vart tekið ranga ákvörðun er kemur að liði sínu. Gulir og glaðir „Skagamenn skoruðu mörkin“ segir í laginu fræga og það gerðu þeir svo sannarlega þegar HK kom í heimsókn upp á Skipaskaga. Um var að ræða leik neðstu tveggja liða deildarinnar en það var ekki að sjá á spilamennsku heimamanna. Skagamenn léku með sjálfstrausti sem hefur ekki sést oft á tímabilinu og unnu frábæran 4-1 sigur þökk sé frábærri frammistöðu frá aftasta manni til þess fremsta. Skagamenn halda því enn í vonina að halda sæti sínu í deildinni. Rodrigo Gomes Mateo KA sótti stig í Fossvoginn eftir að hafa átt í stökustu vandræðum framan af leik. Akureyringar geta þakkað Rodri fyrir stigið en þessi stóri og stæðilegi leikmaður skoraði tvennu í leiknum. Fyrir mann sem hafði skorað sex mörk í 142 leikjum til þessa á Íslandi verður það að teljast nokkuð gott að tvö hafi komið í einum og sama leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson Fyrirliði Breiðabliks virðist njóta sín hvað mest í frábæru liði Breiðabliks um þessar mundir. Höskuldur skoraði tvö mörk er Breiðablik vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Hann var nálægt því að skora þrennu en Arnari Darri Pétursson varði góða aukaspyrnu Höskuldar undir lok leiks. Hægt væri að taka fleiri leikmenn Blika fyrir eða einfaldlega liðsheildina en Höskuldur fær hrósið að þessu sinni. Baráttuandi Stjörnumanna Það er vissulega erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir á heimavelli en Stjarnan sýndi þó smá lífsvilja undir lok leiks gegn Blikum. Það var ljóst að mönnum var ekki alveg sama og höfðu lítinn áhuga að því að endurtaka leikinn fyrr á tímabilinu þar sem Breiðablik vann þægilegan 4-0 sigur. Last Andleysti Stjörnunnar framan af Eins og undirritaður nefndi er erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir. Frammistaða Stjörnunnar framan af leik var ekki boðleg og ekkert í líkingu við það sem við erum vön að sjá þegar heimamenn stíga á teppið í Garðabænum. Guðmundur Kristjánsson Guðmundur átti að mörgu leyti fínan leik í hjarta varnar FH er liðið sótti stig í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann fékk þó tvö gul spjöld í síðari hálfleik sem þýddi að hans menn voru manni færri í drykklanga stund. Síðara spjaldið var klaufalegt en Guðmundur reif þá í Pálma Rafn Pálmason sem féll í jörðina og í kjölfarið fékk miðvörðurinn sitt annað gula spjald. Með fullri virðingu fyrir Pálma Rafni þá er hann kominn af sínu léttasta skeiði og var lítil hætta er Guðmundur togaði í hann við miðlínu. Hugmyndaleysi KR manni fleiri KR-ingar virtust ekki hafa hugmynd um hvernig þeir ættu að sækja þrjú stig eftir að FH var manni færri í leik liðanna um helgina. Liðið virkaði þreytt og þungt er það reyndi að sækja sigurmark og áttu FH-ingar ekki í miklum vandræðum með að verja stigið. Frammistaða HK Að tapa 4-1 í sex stiga botnbaráttuslag er einfaldlega ekki boðlegt. Flóknara er það ekki. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik er fjórum stigum frá toppliði Vals og á leik inni á Íslandsmeistarana. 9. ágúst 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. 8. ágúst 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:26 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:28 Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli. 8. ágúst 2021 21:18 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Lof Varnarleikur Leiknis og kænska Sigurðar Nýliðar Leiknis Reykjavíkur seldu Sævar Atla Magnússon - sinn langbesta mann á tímabilinu - til Danmerkur á dögunum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari, brást við með því að breyta um leikkerfi er Íslandsmeistarar Vals heimsóttu Breiðholtið. Fór það svo að Leiknir hélt hreinu – eitthvað sem ekkert lið hafði gert í meira en 12 mánuði gegn Val – og skoraði eitt glæsilegt mark. Varnarleikurinn upp á 10 og það virðist sem Sigurður Heiðar geti vart tekið ranga ákvörðun er kemur að liði sínu. Gulir og glaðir „Skagamenn skoruðu mörkin“ segir í laginu fræga og það gerðu þeir svo sannarlega þegar HK kom í heimsókn upp á Skipaskaga. Um var að ræða leik neðstu tveggja liða deildarinnar en það var ekki að sjá á spilamennsku heimamanna. Skagamenn léku með sjálfstrausti sem hefur ekki sést oft á tímabilinu og unnu frábæran 4-1 sigur þökk sé frábærri frammistöðu frá aftasta manni til þess fremsta. Skagamenn halda því enn í vonina að halda sæti sínu í deildinni. Rodrigo Gomes Mateo KA sótti stig í Fossvoginn eftir að hafa átt í stökustu vandræðum framan af leik. Akureyringar geta þakkað Rodri fyrir stigið en þessi stóri og stæðilegi leikmaður skoraði tvennu í leiknum. Fyrir mann sem hafði skorað sex mörk í 142 leikjum til þessa á Íslandi verður það að teljast nokkuð gott að tvö hafi komið í einum og sama leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson Fyrirliði Breiðabliks virðist njóta sín hvað mest í frábæru liði Breiðabliks um þessar mundir. Höskuldur skoraði tvö mörk er Breiðablik vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Hann var nálægt því að skora þrennu en Arnari Darri Pétursson varði góða aukaspyrnu Höskuldar undir lok leiks. Hægt væri að taka fleiri leikmenn Blika fyrir eða einfaldlega liðsheildina en Höskuldur fær hrósið að þessu sinni. Baráttuandi Stjörnumanna Það er vissulega erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir á heimavelli en Stjarnan sýndi þó smá lífsvilja undir lok leiks gegn Blikum. Það var ljóst að mönnum var ekki alveg sama og höfðu lítinn áhuga að því að endurtaka leikinn fyrr á tímabilinu þar sem Breiðablik vann þægilegan 4-0 sigur. Last Andleysti Stjörnunnar framan af Eins og undirritaður nefndi er erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir. Frammistaða Stjörnunnar framan af leik var ekki boðleg og ekkert í líkingu við það sem við erum vön að sjá þegar heimamenn stíga á teppið í Garðabænum. Guðmundur Kristjánsson Guðmundur átti að mörgu leyti fínan leik í hjarta varnar FH er liðið sótti stig í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann fékk þó tvö gul spjöld í síðari hálfleik sem þýddi að hans menn voru manni færri í drykklanga stund. Síðara spjaldið var klaufalegt en Guðmundur reif þá í Pálma Rafn Pálmason sem féll í jörðina og í kjölfarið fékk miðvörðurinn sitt annað gula spjald. Með fullri virðingu fyrir Pálma Rafni þá er hann kominn af sínu léttasta skeiði og var lítil hætta er Guðmundur togaði í hann við miðlínu. Hugmyndaleysi KR manni fleiri KR-ingar virtust ekki hafa hugmynd um hvernig þeir ættu að sækja þrjú stig eftir að FH var manni færri í leik liðanna um helgina. Liðið virkaði þreytt og þungt er það reyndi að sækja sigurmark og áttu FH-ingar ekki í miklum vandræðum með að verja stigið. Frammistaða HK Að tapa 4-1 í sex stiga botnbaráttuslag er einfaldlega ekki boðlegt. Flóknara er það ekki. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik er fjórum stigum frá toppliði Vals og á leik inni á Íslandsmeistarana. 9. ágúst 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. 8. ágúst 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:26 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:28 Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli. 8. ágúst 2021 21:18 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik er fjórum stigum frá toppliði Vals og á leik inni á Íslandsmeistarana. 9. ágúst 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. 8. ágúst 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:26
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:28
Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli. 8. ágúst 2021 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07