Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 12:00 Ryan Reynolds er eigandi og stuðningsmaður Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni. Goal Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. „Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
„Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti