Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:56 Fjármála- og efnahagsráðherra segist vænta þess að allir sem vinna að heilbrigðismálum vilji að öll sín mikla vinna skili sér í sem mestri framleiðni. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira