Milljónir hafa horft á stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 15:14 Stikla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace. Dýrið Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og nú er stiklan fyrir myndina að fá metáhorf. Dýrið fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi. Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube: Þá eru tugir búin að birta Youtube myndbönd af sér að bregðast við stiklunni, búið að ræða hana á vinsælum kvikmynda bloggum og hlaðvörpum og bókstaflega þúsundir sagt hug sinn á Twitter. Það er ekki hægt að líkja viðbrögðunum við stiklu fyrir Dýrið við neina aðra íslenska kvikmynd eða sjónvarpsefni hingað til, segja aðstandendur myndarinnar. Bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk hennar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk. Dýrið verður frumsýnd í lok september hér á landi og 8.október í Bandaríkjunum og heitir þar Lamb. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Dýrið fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi. Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube: Þá eru tugir búin að birta Youtube myndbönd af sér að bregðast við stiklunni, búið að ræða hana á vinsælum kvikmynda bloggum og hlaðvörpum og bókstaflega þúsundir sagt hug sinn á Twitter. Það er ekki hægt að líkja viðbrögðunum við stiklu fyrir Dýrið við neina aðra íslenska kvikmynd eða sjónvarpsefni hingað til, segja aðstandendur myndarinnar. Bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk hennar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk. Dýrið verður frumsýnd í lok september hér á landi og 8.október í Bandaríkjunum og heitir þar Lamb. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02
A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24