Skoðun

Óbólusettir?

Anna Tara Andrésdóttir skrifar

Morgunblaðið greindi frá því að um 40% þeirra sem hefðu lagst inn á Landspítalann í fjórðu COVID-19 bylgjunni væru óbólusettir. Orðið „óbólusettir“ samkvæmt orðabókinni malid.is þýðir „sá sem hefur ekki fengið bólusetningu“. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Landspítalinn ákveðið að breyta þessum skilgreiningum. Þau kalla þá sem hafa fengið eina sprautu eða þá sem hafa fengið sprautu innan við tvær vikur „óbólusetta“. Þessi orðanotkun er í besta falli misvísandi.

Á covid.is er gefið upp hversu margir eru bólusettir og hversu margir eru hálfbólusettir, afhverju gilda aðrar reglur um spítalainnlagnir? Talsmenn Landspítalans hafa hér tækifæri til að auka traust almennings með gagnsæji og ættu að gefa upp tölu þeirra sem eru óbólusettir, þeirra sem hafa fengið einn eða tvo skammta innan við tvær vikur frá smiti og þeirra sem eru fullbólusettir fyrir meira en tvemur vikum síðan. Meðan það er ekki gert rýrnar traust almennings á spítalanum og spurningin vaknar hvort Landspítalinn vilji gefa eina mynd af atburðunum frekar en aðra?

Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×