Á ég að bólusetja börnin mín við COVID-19? Jón Ívar Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 11:01 Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Ég á sjálfur 13 ára dreng sem stendur til boða að fara í bólusetningu síðar í mánuðinum. Hafandi starfað sem vísindamaður á sviði læknisfræði um árabil tel ég mikilvægt að skoða þau gögn sem eru til staðar til að hjálpa mér að ræða málið við hann áður en bólusetningarnar hefjast hérlendis. Rétt er að taka fram að ég er mjög hlynntur bólusetningum almennt enda eru þær eitt mesta afrek læknavísindanna og hafa bjargað ótal mannslífum síðustu áratugi. Sömuleiðis hef ég verið hlynntur bólusetningu fullorðinna við COVID-19 og þá sérstaklega bólusetningu áhættuhópa. Þó virkni bóluefna til að hindra smit og mynda hjarðónæmi hafi verið ofmetin, hafa þau sannarlega komið í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll, sem skiptir auðvitað mestu máli. Bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára eru hins vegar afar umdeildar. Þannig mælir CDC til dæmis með þeim á meðan aðrir hópar fræðimanna eru á öndverðum meiði. WHO mælir eingöngu með bólusetningu 12-15 ára barna ef þau eru í áhættuhópum. Þá hefur enn fremur verið umdeilt að bólusetja hópa á Vesturlöndum sem eru í lítilli hættu á meðan framlínustarfsfólk og áhættuhópar í þróunarlöndum hafa ekki lokið bólusetningu. Óhætt er að segja að umræðan í íslenskum fjölmiðlum hafi verið nokkuð einsleit og því þótti mér mikilvægt að taka saman nokkra punkta um þetta mikilvæga málefni. Í eftirfarandi úttekt er stiklað á stóru og hún er ekki tæmandi. Hver er áhætta barna af COVID-19 sýkingu? Fyrsta grundvallarspurningin snýr að því hve mikil hætta er á að börn láti lífið ef þau sýkjast af COVID-19 og þrjár nýlegar rannsóknir frá Bretlandi varpa ljósi á stöðuna. Niðurstöðurnar sýna að af þeim börnum á aldrinum 0-17 ára sem greindust með COVID-19 sýkingu lifðu 99.995% barna sýkinguna af en dánarhlutfall í öllu þýðinu var 2 dauðsföll per milljón börn (1/500.000). Hafa ber í huga að hlutfallið var óháð því hvort börnin voru með undirliggjandi sjúkdóma og má því ætla að dánarhlutfall hraustra barna sé enn lægra. Innlagnir á sjúkrahús voru einnig sjaldgæfar, en meirihluti þeirra var hjá börnum með undirliggjandi sjúkdóma. Um helmingur barna sem smitast fá engin einkenni og eru langvarandi veikindi eftir sýkingu hjá börnum sjaldgæf. Þannig sýndi nýleg rannsókn að aðeins 25 af 1379 (1.8%) börnum sem veiktust af COVID-19 voru enn með einkenni 56 dögum eftir sýkingu. Hver er áhættan af bólusetningu? Næst er rétt að spyrja sig hvaða áhætta fylgir því að bólusetja börn við COVID-19? Í stuttu máli má segja að svarið liggi ekki enn fyrir. Líta má til rannsóknarinnar sem Pfizer framkvæmdi til að fá markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis hjá 12-15 ára börnum. Rannsóknin var gerð á rúmlega 2000 börnum, þar sem 1131 barn fékk bóluefnið og hin lyfleysu. Rannsóknin sýndi að skömmu eftir gjöf seinni skammts bóluefnis höfðu 18 í lyfleysuhópnum sýkst en enginn í Pfizer hópnum og jafnframt kom fram sterkt mótefnasvar í síðarnefnda hópnum. Pfizer segir niðurstöðurnar jafngilda 100% virkni, sem er vissulega rétt á þeim tímapunkti, en langtímavirkni mun svo koma í ljós síðar. Rannsóknin er hins vegar alls ekki nægilega stór til að sýna fram á öryggi bóluefnisins í þessum hópi. Til þess þarf að gera rannsókn hjá að minnsta kosti 100.000 börnum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að við þurfum að læra af því sem gerðist hjá fullorðnum. Bóluefnin voru talin vera „mjög örugg“ fyrir fullorðna eftir fyrstu rannsóknir sem voru lagðar til grundvallar til að fá markaðsleyfi. En svo komu smám saman í ljós mjög sjaldgæfar aukaverkanir eftir að bóluefnin höfðu verið gefin milljónum einstaklinga um allan heim. Þar má nefna tölur frá CDC sem sýna bráðaofnæmi (tíðni 2-5 per milljón), TTS (Thrombosis with Thrombocytopenia Syndrome) með tíðni 39 staðfest tilfelli af 13 milljón skömmtum af Janssen, Guillain-Barré Syndrome 143 staðfest tilfelli eftir Janssen og 716 staðfest tilfelli af hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu. Staðfest dauðsföll eftir bólusetningu eru sem betur fer sjaldgæf eða um 6490 í Bandaríkjunum (0.0019% eða 1.9 af 100.000). Þessar síðkomnu aukaverkanir sem komu í ljós eftir að markaðsleyfi var veitt leiddu svo til þess að sum lönd stöðvuðu bólusetningu ákveðinna hópa með ákveðnum tegundum bóluefna, eins og til dæmis í Danmörku, Noregi og hérlendis í tilfelli AstraZeneca bóluefnisins. Börnin njóti vafans Af þessari stuttu yfirferð er óhætt að segja að áhættan sé sem betur fer mjög lítil á báða bóga. Hins vegar vitum við ekki ótvírætt hvernig börn bregðast við bólusetningu við COVID-19. Tíðni hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu er t.a.m. aldurstengd, þ.e.a.s. algengari hjá yngri karlmönnum. Það sama á við um TTS sem er algengara hjá konum yngri en 50 ára. Því er mögulegt að tíðnin verði hærri í börnum, en það á eftir að koma í ljós. Einnig er mögulegt að aðrar sértækar sjaldgæfar aukaverkanir geti komið fram hjá börnum eftir bólusetningu. Á Íslandi hafa yfir 800 börn fengið staðfesta sýkingu af völdum COVID-19 og ekkert þeirra hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Tölur erlendis frá sýna mjög lága dánartíðni óháð áhættuþáttum og langvinn einkenni eftir sýkingu eru sjaldgæf. Það sem gerist við COVID-19 sýkingu hjá börnum er því nokkuð þekkt stærð. Hið tiltölulega nýja Delta afbrigði virðist að vísu vera meira smitandi og því gætu börn smitast hraðar af því og fleiri börn gætu því verið smituð á sama tíma. Hins vegar eru ekki komin fram sannfærandi gögn um að þetta afbrigði sé hættulegra börnum. Bólusetningar hindra ekki smit nægilega vel nú þegar Delta afbrigðið er allsráðandi og bóluefnin virðast því ekki geta gefið nægilega vernd til að mynda hjarðónæmi. Þar með hlýtur sú röksemd að bólusetning barna sé gerð til að vernda aðra eðli málsins samkvæmt að falla um sjálfa sig. Öryggi barna eftir bólusetningu er óþekkt stærð og alls ekki víst að þar sé meiri ávinningur en áhætta. Að mínu mati er því rétt að láta börnin njóta vafans og bíða með bólusetningu þeirra hérlendis, sérstaklega hjá hraustum börnum án áhættuþátta. Skynsamlegast væri að fylgjast með þróun og gögnum erlendis frá þar sem byrjað er að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára og taka mið af gögnunum þegar búið er að fylgja stórum hópi barna eftir í talsverðan tíma. Þannig getum við e.t.v. minnkað líkur á að sjaldgæfar aukaverkanir sem koma ekki í ljós í byrjun geti skaðað börn hérlendis, eins og gerðist í bólusetningum hjá fullorðnum. Ég hvet foreldra til að íhuga málið vel og ræða við börnin sín áður en ákvörðun er tekin. Ákvörðunina þarf fólk svo að byggja á eigin gildum og skoðunum ásamt því að meta sínar eigin aðstæður, meðal annars með tilliti til áhættuþátta. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard Háskóla og með meistaragráðu í lýðheilsufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Ég á sjálfur 13 ára dreng sem stendur til boða að fara í bólusetningu síðar í mánuðinum. Hafandi starfað sem vísindamaður á sviði læknisfræði um árabil tel ég mikilvægt að skoða þau gögn sem eru til staðar til að hjálpa mér að ræða málið við hann áður en bólusetningarnar hefjast hérlendis. Rétt er að taka fram að ég er mjög hlynntur bólusetningum almennt enda eru þær eitt mesta afrek læknavísindanna og hafa bjargað ótal mannslífum síðustu áratugi. Sömuleiðis hef ég verið hlynntur bólusetningu fullorðinna við COVID-19 og þá sérstaklega bólusetningu áhættuhópa. Þó virkni bóluefna til að hindra smit og mynda hjarðónæmi hafi verið ofmetin, hafa þau sannarlega komið í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll, sem skiptir auðvitað mestu máli. Bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára eru hins vegar afar umdeildar. Þannig mælir CDC til dæmis með þeim á meðan aðrir hópar fræðimanna eru á öndverðum meiði. WHO mælir eingöngu með bólusetningu 12-15 ára barna ef þau eru í áhættuhópum. Þá hefur enn fremur verið umdeilt að bólusetja hópa á Vesturlöndum sem eru í lítilli hættu á meðan framlínustarfsfólk og áhættuhópar í þróunarlöndum hafa ekki lokið bólusetningu. Óhætt er að segja að umræðan í íslenskum fjölmiðlum hafi verið nokkuð einsleit og því þótti mér mikilvægt að taka saman nokkra punkta um þetta mikilvæga málefni. Í eftirfarandi úttekt er stiklað á stóru og hún er ekki tæmandi. Hver er áhætta barna af COVID-19 sýkingu? Fyrsta grundvallarspurningin snýr að því hve mikil hætta er á að börn láti lífið ef þau sýkjast af COVID-19 og þrjár nýlegar rannsóknir frá Bretlandi varpa ljósi á stöðuna. Niðurstöðurnar sýna að af þeim börnum á aldrinum 0-17 ára sem greindust með COVID-19 sýkingu lifðu 99.995% barna sýkinguna af en dánarhlutfall í öllu þýðinu var 2 dauðsföll per milljón börn (1/500.000). Hafa ber í huga að hlutfallið var óháð því hvort börnin voru með undirliggjandi sjúkdóma og má því ætla að dánarhlutfall hraustra barna sé enn lægra. Innlagnir á sjúkrahús voru einnig sjaldgæfar, en meirihluti þeirra var hjá börnum með undirliggjandi sjúkdóma. Um helmingur barna sem smitast fá engin einkenni og eru langvarandi veikindi eftir sýkingu hjá börnum sjaldgæf. Þannig sýndi nýleg rannsókn að aðeins 25 af 1379 (1.8%) börnum sem veiktust af COVID-19 voru enn með einkenni 56 dögum eftir sýkingu. Hver er áhættan af bólusetningu? Næst er rétt að spyrja sig hvaða áhætta fylgir því að bólusetja börn við COVID-19? Í stuttu máli má segja að svarið liggi ekki enn fyrir. Líta má til rannsóknarinnar sem Pfizer framkvæmdi til að fá markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis hjá 12-15 ára börnum. Rannsóknin var gerð á rúmlega 2000 börnum, þar sem 1131 barn fékk bóluefnið og hin lyfleysu. Rannsóknin sýndi að skömmu eftir gjöf seinni skammts bóluefnis höfðu 18 í lyfleysuhópnum sýkst en enginn í Pfizer hópnum og jafnframt kom fram sterkt mótefnasvar í síðarnefnda hópnum. Pfizer segir niðurstöðurnar jafngilda 100% virkni, sem er vissulega rétt á þeim tímapunkti, en langtímavirkni mun svo koma í ljós síðar. Rannsóknin er hins vegar alls ekki nægilega stór til að sýna fram á öryggi bóluefnisins í þessum hópi. Til þess þarf að gera rannsókn hjá að minnsta kosti 100.000 börnum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að við þurfum að læra af því sem gerðist hjá fullorðnum. Bóluefnin voru talin vera „mjög örugg“ fyrir fullorðna eftir fyrstu rannsóknir sem voru lagðar til grundvallar til að fá markaðsleyfi. En svo komu smám saman í ljós mjög sjaldgæfar aukaverkanir eftir að bóluefnin höfðu verið gefin milljónum einstaklinga um allan heim. Þar má nefna tölur frá CDC sem sýna bráðaofnæmi (tíðni 2-5 per milljón), TTS (Thrombosis with Thrombocytopenia Syndrome) með tíðni 39 staðfest tilfelli af 13 milljón skömmtum af Janssen, Guillain-Barré Syndrome 143 staðfest tilfelli eftir Janssen og 716 staðfest tilfelli af hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu. Staðfest dauðsföll eftir bólusetningu eru sem betur fer sjaldgæf eða um 6490 í Bandaríkjunum (0.0019% eða 1.9 af 100.000). Þessar síðkomnu aukaverkanir sem komu í ljós eftir að markaðsleyfi var veitt leiddu svo til þess að sum lönd stöðvuðu bólusetningu ákveðinna hópa með ákveðnum tegundum bóluefna, eins og til dæmis í Danmörku, Noregi og hérlendis í tilfelli AstraZeneca bóluefnisins. Börnin njóti vafans Af þessari stuttu yfirferð er óhætt að segja að áhættan sé sem betur fer mjög lítil á báða bóga. Hins vegar vitum við ekki ótvírætt hvernig börn bregðast við bólusetningu við COVID-19. Tíðni hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu er t.a.m. aldurstengd, þ.e.a.s. algengari hjá yngri karlmönnum. Það sama á við um TTS sem er algengara hjá konum yngri en 50 ára. Því er mögulegt að tíðnin verði hærri í börnum, en það á eftir að koma í ljós. Einnig er mögulegt að aðrar sértækar sjaldgæfar aukaverkanir geti komið fram hjá börnum eftir bólusetningu. Á Íslandi hafa yfir 800 börn fengið staðfesta sýkingu af völdum COVID-19 og ekkert þeirra hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Tölur erlendis frá sýna mjög lága dánartíðni óháð áhættuþáttum og langvinn einkenni eftir sýkingu eru sjaldgæf. Það sem gerist við COVID-19 sýkingu hjá börnum er því nokkuð þekkt stærð. Hið tiltölulega nýja Delta afbrigði virðist að vísu vera meira smitandi og því gætu börn smitast hraðar af því og fleiri börn gætu því verið smituð á sama tíma. Hins vegar eru ekki komin fram sannfærandi gögn um að þetta afbrigði sé hættulegra börnum. Bólusetningar hindra ekki smit nægilega vel nú þegar Delta afbrigðið er allsráðandi og bóluefnin virðast því ekki geta gefið nægilega vernd til að mynda hjarðónæmi. Þar með hlýtur sú röksemd að bólusetning barna sé gerð til að vernda aðra eðli málsins samkvæmt að falla um sjálfa sig. Öryggi barna eftir bólusetningu er óþekkt stærð og alls ekki víst að þar sé meiri ávinningur en áhætta. Að mínu mati er því rétt að láta börnin njóta vafans og bíða með bólusetningu þeirra hérlendis, sérstaklega hjá hraustum börnum án áhættuþátta. Skynsamlegast væri að fylgjast með þróun og gögnum erlendis frá þar sem byrjað er að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára og taka mið af gögnunum þegar búið er að fylgja stórum hópi barna eftir í talsverðan tíma. Þannig getum við e.t.v. minnkað líkur á að sjaldgæfar aukaverkanir sem koma ekki í ljós í byrjun geti skaðað börn hérlendis, eins og gerðist í bólusetningum hjá fullorðnum. Ég hvet foreldra til að íhuga málið vel og ræða við börnin sín áður en ákvörðun er tekin. Ákvörðunina þarf fólk svo að byggja á eigin gildum og skoðunum ásamt því að meta sínar eigin aðstæður, meðal annars með tilliti til áhættuþátta. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard Háskóla og með meistaragráðu í lýðheilsufræði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun